Alveg að gefast upp á ljósmyndakeppni.is
Það er alveg á mörkunum að ég nenni að standa í þessu ljósmyndakeppnisdæmi eins og þetta er nú áhugavert. Setti inn ágæta mynd sem er ein örfárra sem passa í þemað, samt rúlla inn þristar og fjarkar í stríðum straumum. Meðaleinkunn enn yfir sex, en þessar einkunnir eru bara rugl.
Fékk svo athugasemd áðan sem pirrar mig alveg gríðarlega. Einn grasasninn hafði ekkert gáfulegra að segja en "Urg". Ég gæti fyrirhefið fíflaskapinn ef myndin væri ekki í tengslum við þemað eða illa unnin, en hún er hvorugt. Ágætlega unnin mynd sem passar vel í þemað.
Held maður ætti að reyna að finna einhvern annan vef til að sinna þessu áhugamáli, það eru of margir asnar á ljósmyndakeppni.is (já, auðvitað er meirihlutinn ekki asnar, en eins og á flestum stöðum fer meira fyrir ösnunum)
Nei, þetta er ekki tapsárni, ég er með yfir 6 í meðaltali í fimm af sex keppnum sem ég hef tekið þátt í sem er nokkuð góður árangur. Ég geri ráð fyrir að verða meðal efstu í þessari keppni, en það er bara svo a) leiðinlegt og b) tilgangslaust þegar einhver fífl nenna ekki einu sinni að gefa örlítið vitræn komment þegar þau dreifa út einkunnum undir fimm. Ég þoli gagnrýni, ég vil fá gagnrýni. En maður fær hana næstum aldrei. Bara "Urg".