Örvitinn

Sjötta sæti í svipbrigðum, smá slys í sama þema

Inga María græturEndaði í sjötta sæti í svipbrigðakeppninni. Er nokkuð sáttur, átti ekki von á miklu í þessari keppni.

Ég varð nokkuð hissa á þessum úrslitum, gaf sigurmyndinni næst hæstu einkunn, fannst hún flott en er orðinn dáldið þreyttur á þessari hugmynd (svarthvítt andlit, augu í lit), en sú sem mér fannst langbest endaði í 11. sæti. Finnst sú mynd mjög flott, mjög sterkt svipbrigði sýnt á afar einfaldan hátt. Myndin í sætinu fyrir ofan mig fannst mér ekkert sérstök.

Myndin af Ingu Maríu varð til fyrir algjöra tilviljun, við höfðum verið að taka myndir í sófanum og ég var með myndavélina hjá mér þegar Inga María varð eitthvað ósatt við Kollu útaf engu sem skiptir máli. Hún fór í fang móður sinnar og grét en pabbi hennar tók bara myndir.

Talandi um það, á sama tíma og úrslit urðu ljós í svipbrigðakeppninni heyrðum við grát uppi. Inga María hafði vaknaði og farið inn á bað, fór þar upp á baðvogina og pissaði heil ósköp. Svipurinn ekki ólíkur þeim sem er á þessari mynd. Það er óskaplega óþægilegt að vakna við þetta.

Ég tók þátt í næstu keppni, þemað þar er tækifæri. Sýnist ég bara vera með nokkuð góða mynd þar, ótrúlega margar myndir í þeirri keppni sem ekki tengjast þemanu. Er samt ekkert alltof bjartsýnn frekar en fyrri daginn :-|

dagbók myndir
Athugasemdir

AndriÞ - 07/11/05 01:19 #

Ég er að pæla í því hvað þú hefðir fengið fyrir ullamyndina af þér. Hún er einmitt svo helvíti flott.

Matti - 07/11/05 01:23 #

já, mér finnst sú mynd flott - en finnst hálfgert svindl að setja sjálfsmyndir í svona keppni.

Sirrý - 07/11/05 07:42 #

Þegar ég skoðaði myndirnar dastt mér helst í hug að þú ættir myndina sem var í 11 sæti. En svo hélt ég að þú værir brúðneygður ekki að það sé ekki hægt að breita því eins og öllu öðru í photoshop