Örvitinn

Furðulegt

Ég er að horfa á enska boltann og vona að Manchester United sigri. Þetta hefur ekki gerst áður og gerist vonandi ekki oft í framtíðinni.

Er að fletta í gegnum uppskriftir á Gestgjafavefnum og spá í hvað ég á að hafa í kvöldmatinn. Á kíló af lambagúllas og er að skoða lambapottrétti. Maður ætti að vera búinn að ákveða svona hluti með aðeins meiri fyrirvara :-)

Stelpurnar fóru í fjölskylduboð og ég er einn í kotinu, það er óskaplega friðsælt. Sit í stofunni með ferðatölvuna og hlusta á Pétur Pétursson ljúga ítrekað í útvarpsþættinum lóðrétt eða lárétt, þetta virðist vera kækur hjá karlgreyinu.

dagbók