Í dag:
Fengum Morgunblaðið í dag, fáum það næsta mánuðinn. Í blaðinu í dag voru tvö þúsund bæti eftir mig.
Ég vaknaði klukkan hálf sjö, fór í ræktina, hljóp og tognaði.
Keypti mér jakkaföt og bindi í Dressmann í Kringlunni, Herragarðs-outletið í Skeifunni opnaði of seint. Þjónustan í Dressmann í Kringlunni er afar góð. Jakkafötin eru fín.
Fór í jarðaför. KK og Ellý sungu fallega, presturinn klúðraði engu, Fóstbræður sungu vel. Borð svignuðu undan veitingum, eins og amma hefði viljað hafa það. Sá þar ýmsa ættingja sem ég hef ekki séð í mörg ár, ræddi ekki við marga og lítið við þá sem ég ræddi við.
Kíkti á Guru busters hjá Skeptíkus í kvöld, fyndin mynd. Mig langar að leigja minibus og hrópa "rökhyggjan lengi lifir" ásamt nokkrum Vantrúarseggjum.
Gyða er að horfa á Judging Amy í stofunni. Ég á erfitt með að vera í herberginu meðan horft er á þann þátt þannig að hún flúði upp og horfir á hann í ADSL sjónvarpi. Frekar horfi ég á Lögmál Murphy á RÚV.