Örvitinn

Morgunhani

Viti menn, ég er mættur í vinnu klukkan átta. Það sem meira er, ég er búinn að fara í ræktina og skokka fimm kílómetra á hálftíma. Dálítið mikil viðbrigði frá því að sofa til hálf tíu með stelpunum. Fór á fætur rétt rúmlega hálf sjö, var mættur í Laugar klukkan sjö.

Við erum semsagt búin að ákveða að breyta prógramminu aðeins, á þriðjudögum og fimmtudögum skutlar Gyða stelpunum í leikskólann og ég sæki þær. Hina dagana skutla ég þeim áfram.

Það var heljar átak að skokka, ég var alveg búinn á því eftir 20 mínútur og eftir 25 var ég alveg við það að gefast upp. En gerði það ekki og kláraði með púls í 182. Dálítið mikið en til þess er leikurinn gerður. Horfði á mörk gærdagsins endurtekin fimm sinnum á Eurosport, sá einhver bikarmörk frá Englandi á Sýn auk þess sem Sky News sýndi mörk á tímabili. Klukkan 07:20 var ég að fylgjast með markaskorunum á þremur skjám.

Ætla að hita mér hafragraut eftir hálftíma.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 22/09/05 14:08 #

þú ert alger hetja