Smáís vill ekki vísanir (en fær þær samt)
Þetta er heimasíða Smáís, þeir vilja ekki að á hana sé vísað án leyfis! Ég má því eflaust ekki vísa á þetta Word skjal sem inniheldur tillögu að reglum fyrir starfsmenn fyrirtækja eða þessa síðu þar sem málflutningur Neytendasamtakanna í Sky málinu er gagnrýndur án þess að fá skriflegt samþykki. Ætli þeir verði ekki ósáttir við að ég afriti texta af síðunni þeirra og setji hér inn?
Allar upplýsingar sem fram koma á vef SMÁÍS er eign SMÁÍS, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Óheimilt er að setja krækju (link) á vef SMÁÍS af annarri vefsíðu nema með skriflegu samþykki samtakanna. Skriflegt samþykki SMÁÍS þarf til að endurbirta, afrita eða dreifa upplýsingum sem fram koma á heimasíðu SMÁÍS
Ég er meira en lítið gáttaður.
(via Hjalið)
Tryggvi R. Jónsson - 16/09/05 15:47 #
Meira í sama dúr: http://www.dontlink.com/
Andri Sig - 18/09/05 17:01 #
Þetta er ekkert nema undarlegt. Það væri gaman að vita hvaða hagsmuni þeir þykjast vera að vernda með þessu fáránlega stunti.
Elías - 28/09/05 13:53 #
Prófið að fara á Google, slá inn "idjótar" og ýta á "I'm feeling Lucky"
Olli - 06/04/06 23:07 #
HAHAHAHAHAHA idjótar ! snillingur:D