Örvitinn

Gamlar slóðir ættu að virka

Færði 404 skriftið yfir á nýja serverinn og breytti því til að fá sömu virkni á þeirri vél. Forritið fletti dagbókarfærslum upp í gagnagrunni útfrá auðkenni, sótti dagsetningu og vísaði browsernum rétta leið útfrá dagsetningunni. Þar sem auðkenni breytast við export/import á milli véla þurfi ég örlítið að fikta.

Skrifaði lítið python skrift sem ég keyrði á gömlu vélinni, las öll entryid, entrycreatedon (frá því áður en ég breytti slóðum) og skrifaði í skrá. Skellti því svo í python map, þar sem entryid vísar á slóð færslu eins og þær eru núna. Skriftið virkar því eins og áður, nema í stað þess að lesa úr gagnagrunni er lesið úr map og ekki þarf að setja saman slóðina.

Nú ættu því allar vísanir á þennan vef í gömlum færslum að virka.

forritun