Væntanlegar harðsperrur
Ég verð hissa ef ég fæ ekki massívar harðsperrur á morgun eða hinn. Tók nefnilega fætur í ræktinni í dag. Hef lítið gert af því að taka á fótunum í sumar vegna þess að ég nenni ekki að vera með harðsperrur þegar ég spila. Um þessar mundir eru tvær vikur milli leikja þannig að ég taldi óhætt að taka á því núna.
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég hef gott af því að taka á fótunum í ræktinni. Í fyrsta lagi þarf ég að styrkja lærvöðva til að koma í veg fyrir þrálátar tognanir og í öðru lagi eru vöðvarnir í fótum stórir og maður brennir heilum helling við að taka vel á þeim.
Ef ég á ekki erfitt með að rölta upp tröppurnar í vinnunni á miðvikudag verð ég hundfúll :-)
Elvar - 12/07/05 22:10 #
Er ekki málið að teygja hressilega, já og reglulega (lesist alltaf eftir sprikl og pump) til að koma í veg fyrir tognanir?