Örvitinn

Enn á lífi

Erik vandar sigViti menn, ég var ekki rassgat þunnur í gær, bara latur.

Föstudagskvöldið var fínt. Fámennt en góðmennt, ég, Lárus, Viffi, Bragi, Erik og Maggi mættir. Lárus sá um drykkjuleiki, annars vegar kubbaleik sem ég man ekki hvað heitir, Erik er að vanda sig í honum á myndinni. Hinn leikurinn var svakalegur, einhver græja sem Lárus á, fjórir spilarar eru hver með sitt handfang sem er tengt við tæki. Á tækinu blikkar rautt ljós og sírena vælir. Þegar ljósið verður grænt og hljóðið hættir eiga menn að ýta á takka á handfanginu, sá sem er síðastur eða ýtir of snemma fær rafstraum. Hrikalega stressandi leikur, ég fékk tvisvar straum fyrir að ýta of snemma.

Menn urðu nokkuð ölvaðir, Erik þó mest og fyrst. Kíktum í bæinn þar sem ég lét mig hverfa!

dagbók
Athugasemdir

Jón Arnar - 03/07/05 19:05 #

Gott ef þetta er ekki Jenga..

Matti - 03/07/05 21:51 #

Það passar, snilldarleikur.