Örvitinn

IE vesen, ekki hægt að velja texta

Vinnufélagi minn benti mér á það í gær að það er bölvað vesen að velja texta á þessari síðu með IE. Ég hafði ekki grun enda nota ég bara Firefox og vissi ekki að þetta gæti verið vandamál.

Ef maður reynir að velja texta með IE, með því að smella einu sinni og draga, velur maður um leið allan texta síðunnar eða allan texta fyrir neðan. Það virkar að tvísmella til að velja orð eða þrísmella til að velja málsgrein, en ekki að smella einu sinni og draga.

Ég reyndi að finna lausn á netinu í gær en fann ekkert nema þetta sem virkar ekki hjá mér. Sýnist þetta vandamál tengjast absolute staðsetningum og dálkaskiptingu en veit þó ekki.

vefmál
Athugasemdir

Matti - 26/06/05 12:53 #

Mig grunaði að þú lumaðir á lausn ;-)

Lausn B er sú eina sem ég get hugsanlega notað, spurning hvaða vafrar lenda í vandræðum með það.

Uppfært: Æi, þetta ruglar eitthvað layoutinu í staðin. Leturstærð í hliðardálkum breytist en það virkar að velja texta. Held ég bíði með þetta aðeins.

Óttalegt drasl er IE :-)

Már - 26/06/05 14:32 #

ég man ekki hvaða vafrar lentu í veseni með skilgreininuna. Í fljótu bragði man ég bara eftir einhverjum tilraunum sem ég gerði með vafra í farsímum/lófatölvum.

Mig grunar að ef leturstærðin í hliðardálkunum breytist hafi það eitthvað með það að gera að HTML kóðinn á bak við síðuna er ekki alveg kórréttur. Byrjaðu á að hreinsa hann upp, og sjáðu svo hvort vandamálið sé enn að hrella þig.