Örvitinn

Leit.is er ekki málið

Ég hef a.m.k. tvisvar reynt að fá leit.is til að fara yfir síðuna mína svo ég finnist á þeirri leitarvél en án árangurs, síða verður að vera með .is endingu til að teljast íslensk. Ég finnst því ekki á leit.is þrátt fyrir töluverða nettilvist. Einu sinni notuðu þeir google bakvið tjöldin útaf bilun og þá fékk ég slatta af heimsóknum frá leit.is, þannig að eitthvað er sú leitarvél notuð. Skil ekki af hverju.

Ég verð því að segja að mér þótti skondið að sjá þetta í server loggunum:

... mail.leit.is /2004/02/22/23.51/ http://www.google.com/search?q=austurlandahra%C3%B0lestin" ...

N.b. til að finna Austurlanda hraðlestina á google þarf að setja bil á milli orðanna, veitingastaðurinn finnst alls ekki þegar leitað er að Austurlandahraðlestin. Umsjónarmenn þeirrar síðu mættu huga að þessu.

Að lokum vill ég mæla með Austurlanda hraðlestinni, sérstaklega nan brauðinu, það er dásamlegt :-)

vefmál
Athugasemdir

bió - 24/06/05 21:51 #

Fyndið. Ég ætlaði að kommenta á upphaflegu AHL færsluna til að þakka fyrir mig en það er lokað. Kjúklingur 65 stóð fyrir sínu. Ég leitaði semsagt á Google (skil ekki af hverju einhver ætti að nota leit.is). Já nan brauðið er frábært, sérstaklega hvítlauks.

Ég semsagt gúgglaði AHL til þín.

Matti - 24/06/05 22:19 #

Ég neyddist til að loka fyrir athugasemdir á gömlum færslum til að vinna stíðið við athugasemdaspammara.

Mér finnst nan brauðið svo gott að ég er farinn að kaupa það hjá þeim þegar ég elda indverskan, geri mér þá ferð á AHL til að sækja nanbrauð og ber fram með því sem ég elda. Þrælsniðugt trix til að hækka standardinn á matnum :-)