Örvitinn

Skýjað - sem betur fer

Ég er dauðfeginn að það er skýjað. Ekki bara vegna þess að ég er inni að vinna fyrir framan tölvu við glugga á suðurhlið heldur vegna þess að bíllinn minn stendur úti og er ekki lengur að grillast í sólinni.

Ég var farinn að kvíða fyrir heimferð, það var svo rosalegur pottur í bílnum þegar ég skaust niður til að sækja rakakremið úr íþróttatöskunni fyrr í dag.

Ég er annars helvíti slæmur í andlitinu í dag, svíður í ennið. Búinn að maka á það rakakremi eins og mér væri borgað fyrir það. Hugsanlega tengist þetta sólinni, ég var reyndar ekki mikið í sólbaði í gær en stóð eitthvað úti á svölum í gærkvöldi og naut sólarinnar meðan ég grillaði. Einnig er hugsanlegt að þetta tengist spinning tímanum í hádeginu, ég svitnaði náttúrulega eins og andskotinn sjálfur í tímanum og það er líklega ekkert rosalega gott fyrir húðina, byrjaði ekki að svíða fyrr en eftir hádegi - gæti þó verið posth hoc hugsunarháttur hjá mér.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 14/06/05 18:26 #

- gæti þó verið posth hoc hugsunarháttur hjá mér.

Unaðslegt að sjá menn taka þetta inn í dæmið. Hvenær kemur að því að við heyrum prest klykkja út með þessari setningu í predikun?