Spamdagur
Á sama tíma og ég skrifaði færsluna um referer spam hófst athugasemdaflóð sem enst hefur í allan dag. Ég skellti mt-blacklist aftur í gang enda búinn að laga rebuild vesenið sem var um daginn. Dagurinn gekk því nokkuð vel, en nú rétt áðan byrjuðu að flæða framhjá mt-blacklist komment sem auglýsa texas útgáfu af póker. Ég ætlaði að bæta því inn í svarta listann en gat það ekki þar sem mod_rewrite listinn minn lokaði á allar þær tilraunir, ég gat ekki með nokkru móti komið texas inn.
Eftir nokkrar hreinsanir tókst mér að uppfæra svarta listann. Í leiðinni lokaði ég fyrir athugasemdir og ping á allar færslur sem eru meira en mánaðar gamlar, var áður búinn að loka á allar færslur frá því fyrir 2004. Á eftir að smíða færslurnar aftur en það er að minnsta kosti ekki hægt að kommenta við þær. Gæti reyndar valdið ruglingi, best að rebuilda þær.
Ég ætti því að vera í þokkalegum málum hvað þetta varðar í dag, a.m.k. þangað til þessum andskotum dettur eitthvað nýtt í hug.
Óskaplega er þetta gaman :-P