Molar
Djöfull flýgur tíminn - átta vinnudagar eftir í bankanum. Furðulegt, mér fannst eitthvað svo langt í þetta. Ýmislegt sem þarf að ganga frá, sem er ágætt. Betra að klára þetta í sæmilegu stressi en dóli.
Ég og stelpurnar sofum yfir okkur á hverjum morgni enda vaki ég langt fram á nótt trekk í trekk. Inga María fór fyrst á fætur í morgun, rétt um níu. Mættum heldur seint á leikskólann en Inga María náði samt í endann á hópastarfinu. Þarf að laga þetta en veit ekki alveg hvernig. Fótbolti í kvöld, ekki séns að fara snemma að sofa eftir boltann.
Þetta lénavesen ætlar að ganga eitthvað treglega.
Er bíllaus, annars hefði ég skotist heim í hádeginu og borðað afganga af túnfiskpasta, hef verið að þróa þann rétt í síðustu skipti, batnar sífellt. Í staðin rölti ég rétt bráðum í Nettó og kaupi mér eitthvað drasl. Kem við í bókabúðinni og glugga í ljósmyndunartímarit.
Furðulegt að vera að fara að skipta um jobb, hlakka til að byrja en kvíði fyrir að hætta - hef aldrei verið góður í að hætta!
Matti Á. - 19/04/05 17:25 #
Þakka þér fyrir, ég skoða þetta. Eins og ég sagði, þá þekki ég þessi dns mál fáránlega lítið.
Er ekkert mál að fá einn aðila til að vera með dns umsýsluna þegar vefurinn er hýstur hjá öðrum! Tja, varla - þannig er þetta hjá mér :-)
Ég er bara svo hræddur um að netfirms fokki þessu upp, þeir gera það næstum alltaf :-|
Jón Arnar - 19/04/05 20:35 #
Já, það hljómar eins og þú hafir trú á hýsingaraðilanum þínum hehe. Málið með isnic er að þeir eru soldið strangir á uppsetningum, en þegar maður kemst í gegnum nálaraugað er þetta lítið mál. Þeir krefjast í raun bara tveggja DNS þjóna, sem eru skráðir hjá þeim með réttri uppsettningu. Sumir DNS þjónar í BNA eru ekki rétt uppsettir, t.d. með lengri Time To Live en isnic sættir sig við. Þessi virði að athuga.
Annars er lítið mál að geyma DNS'ið annarsstaðar en vefinn sjálfan. DNS vísar þá bara á vefþjóninn hjá netfirms..