Skráning á íslensku léni
Er að rembast við að kaupa Vantrúarlén af isnic en gengur frekar illa. Ætla alveg að láta íslensku útgáfuna (með "ú") eiga sig, en það er kominn tími á að við eignumst vantru.is og ég sem gjaldkeri hef enga ástæðu lengur til að bíða með þetta, eigum helling af peningum.
Vefurinn er hýstur hjá netfirms og þeir reka DNS þjóna sem munu væntanlega sjá um þetta allt saman en DNS þjónarnir eru ekki skráðir hjá isnic. Sendi póst á support hjá netfirms áðan og bíð eftir að þeir reddi þessu - það gæti tekið tíma, eflaust senda þér mér fyrst póst og biðja mig um að hreinsa cache í browsernum mínum, það gera þeir alltaf - sama hversu ítarlega bilanagreiningu ég sendi þeim.
Ég er alveg merkilega illa að mér í DNS málum. Þegar ég keypti mín domain nöfn hjá joker þurfti ég ekkert að spá í þessu enda reka þeir DNS þjóna og sjá um allt vesenið, fékk þá bara til að vísa á serverinn minn. Ef ég væri búinn að drullast til að setja upp nýja serverinn og færa Vantrú yfir á hann væri þetta eflaust mun minna mál.
En þetta reddast, ég hef engar áhyggjur af öðru.
19. apríl 12:00
Þetta reddast bara ekki neitt. Mér gengur ekkert að fá netfirms til að skrá nafnaþjónana sína hjá isnic og get ekkert gert hjá isnic fyrr en þeirri skráningu er lokið. Prófa að hringja í isnic eftir hádegi, trúi því ekki að þetta sé svona mikið mál.