Örvitinn

Henson - Hunangstunglið

Tókum létta æfingaleik í kvöld eftir æfingu! Erum að æfa í Fífunni milli 22:00 og 23:00 og tókum leik við Hunangstunglið milli 23:00 og 24:00. Í fyrsta sinn sem við spilum á þessu ári, heljar munur að komast á stóran völl.

Henson og Faldur hafa sameinast og því var ansi góð mæting í kvöld. 16 manns mættir og þó vantaði nokkra fastamenn. Hunangstunglið mætti með einn skiptimann að ég held.

Við vorum nokkuð sprækir í kvöld, vorum betra liðið allan leikinn og unnum nokkuð sannfærandi 2-0, Pétur skoraði fyrra markið eftir að hafa leikið í gegnum alla vörnina og Lárus skoraði seinna markið eftir gott spil í gegnum miðjuna. Áttum nokkur færi í viðbót og hefðum hæglega getað bætt við mörkum.

Enginn dómari í kvöld en það kom svosem ekki að sök, nokkrar óþarfa dómgæslur hjá Hunangstunglinu, t.d. ein glórulaus rangstæða á mig sem hefði endað með marki. Ég hefði bara átt að klára þetta og ekki taka mark á svona rugli :-)

Ég er nokkuð bjartsýnn á þetta, erum með breiðan hóp og ættum að getað mannað lið og rúmlega það í allt sumar. Þetta var stundum óþarflega tæpt í sumar og stundum stress að redda mönnum í leiki. Ekki skiptir minna málið að við ættum að geta haft góðan hóp á æfingum, maður er jú að þessu til að leika sér í fótbolta og æfingarnar verða miklu skemmtilegra þegar a.m.k. fjórtán mæta.

Einn galli við að spila fótbolta svona seint er að maður er ekki alveg tilbúinn að fara í bælið, ekki það að ég sé vanalaega að fara snemma í rúmið þessa dagana.

utandeildin