Spítalaheimsókn
Gyða var með bakverki í nótt og þjáðist svo mikið að við fórum á slysó. Hún tók verkjalyf en það hafði engin áhrif. Á spítalanum voru framkvæmdar ótal prufur en ekkert áþreifanlegt kom í ljós. Þó ljóst að meinið var ekki í baki þó sársaukinn kæmi þar fram.
Ég hringdi og vakti Jónu Dóru klukkan þrjú og hún kom og passaði stelpurnar. Gott að hafa hana í hverfinu.
Brunuðum á spítalann, ég fór yfir á öllum ljósum á leiðinni - það var engin umferð og konan sárþjáð. Sem betur fer var ekkert að gera á slysó. Þar tóku hjúkrunafólk og læknar á móti Gyðu, þvagsýni, blóðsýni, hjartalínurit og lungnamynd tekin. Það var ekki mjög einfalt að taka blóðsýni en hjúkkan (kk) leysti það að lokum.
Við vorum þarna til hálf sex í morgun. Verkurinn minnkaði mjög mikið og Gyða var orðin nokkuð góð þegar niðurstöður rannsókna komu. Með nokkuð góð erum við að tala um stöðugan sársauka en ekki svo mikinn að hún krefði manninn sinn um að hringja á sjúkrabíl.
Ég náði um þriggja tíma svefn áður en ég þurfi að fara á fætur með stelpunum. Sendi tölvupóst á yfirmanninn og tilkynnti skróp í dag, ætla að leggja mig.
Sirrý - 29/03/05 12:49 #
Æji ekki gott að heyra, var farin að undrast um dömuna á msn.Þið leyfið mér að fylgjast með og ég vona að þú lagist sem fyrst.
Sirrý