Örvitinn

Bara gredda

Verslunarmannahelgina 1993 vann ég sem dyravörður á Bíóbarnum á Sigló. Eftir vakt aðfaranótt Sunnudags kíktum við starfsfólkið út á lífið, fórum í teiti og skemmtum okkur fram á næsta dag.

Af einhverjum ástæðum fóru umræður í teitinu að snúast um kynlíf, stúlkurnar ræddu mikið um mikilvægi tilfinninga - kynlíf án ástar væri ekki mikils virði. Ég var að bullshitta og samþykkti allt sem þær sögðu. Engin spurning, alveg ónýtt án tilfinninga.

Nokkrum tímum síðar, eftir að hópurinn hafði skellt sér í morgunsund (teitið byrjaði seint), var ég farinn að daðra við eina stúlkuna í hópnum, vangaði við hana í stofunni, Mother með Pink Floyd í græjunum. Þessi stúlka var reyndar ekki að vinna á barnum heldur var þetta utanbæjarstúlka í helgarferð á Sigló, vinkona stelpu af barnum. "Manstu þetta sem við vorum að ræða um áðan" spurði hún, "varðandi kynlíf og tilfinningar". "Já" sagði ég og fór að spökulera hvaða taktík væri best, átti ég að bullshitta? "Hvað ertu að spá" spurði hún þá? Af einhverri undarlegri ástæðu náði heiðarleikinn yfirhöndinni og ég sagði eins og var, "ég er bara graður, það eru engar tilfinningar í spilinu mig langar bara að ríða". "Ok", sagði hún og dró mig með sér. Fórum yfir í næstu blokk, þar sem ég bjó þetta sumarið í kjallaraíbúðinni hans Kidda.

Ég fékk á broddinn, engir hetjutilburðir eða neitt slíkt, bara ósköp venjulegt og óeftirminnilegt kynlíf undir áhrifum áfengis. Stúlkan var farin þegar ég vaknaði síðar um daginn, hafði reynt að vekja mig áður en hún fór. Ég sá hana aldrei aftur og myndi ekki þekkja hana í dag.

Ég var afskaplega upptekinn af tilfinningum og kynlífi á mínum ungdómsárum. Varð næstum undantekningarlaust "ástfanginn" af stelpum sem ég svaf hjá og fældi þær að sjálfsögðu burt um leið með væmnishjali og aumingjaskap. Átti eitthvað erfitt með að greina á milli greddu og ástar.

Er ekki frá því að ég hafi lært ákveðna lexíu þennan morgun Verslunarmannahelgina '93 á Sigló. Líklega er hreinskilni vænlegri til árangurs í þessum efnum og hugmyndin um að konur geti ekki fýlað kynlíf án tilfinninga mýta.

Hvernig datt mér í hug að skrifa um þetta. * Birgir: Pikköpritgerð * Eva: Sjálfum sér til Verndar

klám