Spyware hreinsanir
Fórum í kvöldmat til foreldra minna. Ég fór enn og aftur í það að hreinsa tölvur, vélina þeirra og ferða/vinnuvélina hans pabba.
Báðar stútfullar af spyware hugbúnaði, ég hef aldrei séð annað eins. Tölvan hans pabba var ónothæf. Keyri Spysweeper, ad-aware og hreinsa svo úr registry í höndunum.
Ég náði ekki að klára þetta í kvöld, þarf að mæta aftur. Láta þau fjárfesta í Spysweeper. Ég er fyrir löngu búinn að setja Firefox upp á vélarnar og banna þeim að nota IE, skil ekki hvernig þau fara að þessu. Tók ferðavélina með heim og er að hreinsa hana núna. Leiðist þetta óskaplega, hata liðið sem smíðar og dreifir þessum sora.
00:40
Þetta er endalaust, er núna að setja SP2 upp, sótti áðan tuttugu öryggisuppfærslur. Er ekki búinn að hreinsa allan skítinn en vélin virkar þó. Sótti SpyBot áðan, ætla að prófa það líka.
Regin - 07/03/05 07:21 #
Smelltu bara inn Microsoft antispyware beta. Ég er búinn að vera með MAB í 1-2 mánuði. Prófaði að renna ad-aware í gegn í gær og það fannst ekkert. Kosturinn við þetta er að það þarf ekki að gera neitt. Forritið er bara í bakgrunninum og mallar e-ð.