Örvitinn

Spyware hreinsanir

Fórum í kvöldmat til foreldra minna. Ég fór enn og aftur í það að hreinsa tölvur, vélina þeirra og ferða/vinnuvélina hans pabba.

Báðar stútfullar af spyware hugbúnaði, ég hef aldrei séð annað eins. Tölvan hans pabba var ónothæf. Keyri Spysweeper, ad-aware og hreinsa svo úr registry í höndunum.

Ég náði ekki að klára þetta í kvöld, þarf að mæta aftur. Láta þau fjárfesta í Spysweeper. Ég er fyrir löngu búinn að setja Firefox upp á vélarnar og banna þeim að nota IE, skil ekki hvernig þau fara að þessu. Tók ferðavélina með heim og er að hreinsa hana núna. Leiðist þetta óskaplega, hata liðið sem smíðar og dreifir þessum sora.

00:40

Þetta er endalaust, er núna að setja SP2 upp, sótti áðan tuttugu öryggisuppfærslur. Er ekki búinn að hreinsa allan skítinn en vélin virkar þó. Sótti SpyBot áðan, ætla að prófa það líka.

tölvuvesen
Athugasemdir

Gummi Jóh - 07/03/05 01:07 #

Ég er einmitt búin að gera þetta grilljón sinnum fyrir vini, vandamenn og fólk sem ég kann ekki að segja nei við.

SpyBot, Spysweeper, AdAware er hin heilaga þrenning ásamt góðri ripsu á housecall.antivirus.com sem finnur alltaf eitthvað líka.

Regin - 07/03/05 07:21 #

Smelltu bara inn Microsoft antispyware beta. Ég er búinn að vera með MAB í 1-2 mánuði. Prófaði að renna ad-aware í gegn í gær og það fannst ekkert. Kosturinn við þetta er að það þarf ekki að gera neitt. Forritið er bara í bakgrunninum og mallar e-ð.

Matti Á. - 07/03/05 09:35 #

Prófa það næst. Ég var að til hálf þrjú í nótt og hreinsaði allt nema eina óværu sem mér tókst ekki með nokkru móti að fjarlægja. CoolWWWSearch heitir sá fjandi.

Var að finna tól sem hugsanlega virkar á það, ætla að senda pabba eintak og fá hann til að prófa.

Gummi Jóh - 07/03/05 10:12 #

Hijackthis! held ég virkar á coolwwwsearch dótið.

Matti Á. - 07/03/05 10:24 #

Takk, kíki á það næst. Þyrfti að skrifa geisladisk með þessu hreinsunardóti.

Binni - 07/03/05 11:55 #

Hvað á maður að nota annað en IE?!

Matti Á. - 07/03/05 12:00 #

Firefox, eða Opera. Ég nota Firefox og mæli með þeim browser. Margir eru afar hrifnir af Opera.

Einungis nota IE í neyð.

Eggert - 07/03/05 12:39 #

Er skyldfólk þitt ekki bara að nota innhringisamband, og með einhver default opin port sem má bomba með OOB data? Mitt tengdafólk hefur lent í vandræðum út af því.

Matti Á. - 07/03/05 12:59 #

Eru með ADSL á bakvið router, ætti að vera nokkuð öruggt þar sem þessir routerar eiga ekki að hleypa neinu í gegn.