Örvitinn

Drykkja helgarinnar

Fór á Apótek í gærkvöldi og hitti nokkra Vantrúarseggi [1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 og Jón Magnús blogglausi!], gvuðlöstuðum hressilega og sötruðum öl. Ég fékk mér túnfisk með sætri kartöflu, afar gott. Fór svo á pöbbarölt með Bigga, Hjalta og Jóni Magnúsi. Gummi vinur Bigga bættist svo í hópinn og var skrafað um margt áhugavert næstu tímana, fyrst og fremst trúmál og siðfræði. Afar hressandi í alla staði.

mattiogsiggi_t.jpgÁ næsta bar rakst ég á hálfbróður minn sem var að djamma með vinkonum sínum. Ég endaði á að fara með þeim á Hverfisbarinn þar sem við vorum fram að lokun. Röltum svo smá hópur í leit að einhverjum opnum stað en ég gafst upp enda klukkan orðin sex um morgun.

Þokkalega þunnur í dag en hresstist verulega við inniboltann. Er með brjóstsviða en það gerir lítið til.

Er að fara í matarboð á eftir og gæti slysast til að sötra öl.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 27/02/05 01:44 #

Já, takk fyrir skemmtilegt fyllerí. Þú ert gömul sál.

Matti Á. - 27/02/05 20:13 #

Aha, mér finnst ég stundum ekki metinn að verðleikum :-)

Jón Magnús - 27/02/05 21:03 #

Mér finnst að ég sé lítinn hornauga af því ég er ekki með blogg :S Takk annars fyrir skemmtilegt kvöld, annars er ég nú rétt að skríða saman eftir leik dagsins :'(

Matti Á. - 27/02/05 21:52 #

Það er áhugavert að bara einn af þeim níu sem sátu við borðið í fyrrakvöld sé ekki með persónulegt blogg. En svosem ekki skrítið í hóp sem stofnaður er á netinu.

Um leik dagsins er best að hafa fá orð :-|