Örvitinn

Öskudagur

Stelpurnar voru í ólíku skapi í morgun. Kolla var hress og kát, spennt ađ fara í leikskólann - Inga María var stúrin og vildi ekki sleppa mér í leikskólanum.

Sem betur fer eru búningarnir búnir til í leikskólanum ţannig ađ viđ ţurfum ekki ađ vesenast í ţví. Ég er afar ánćgđur međ ţetta fyrirkomulag, vikurnar fyrir öskudag eru krakkarnir ađ dunda sér viđ ađ gera búninga eftir eigin höfđi. Kolla ćtlar ađ vera köttur, Inga María ákvađ ađ vera trúđur.

Nóttin var afar erfiđ, Inga María kom upp í og var óróleg. Kolla kom líka upp í um miđja nótt en gafst upp og fór aftur í rúmiđ sitt. Inga María vaknađi svo hágrátandi klukkan hálf átta - fúl yfir ţví ađ móđir hennar vćri farin. Lítiđ sem ég gat gert, hún sofnađi aftur og ég náđi ađ blunda í korter.

Ég er afar syfjađur, ćtla ađ rölta út í Nettó og kaupa Magic. Vonandi er ekki allt fullt af syngjandi börnum ađ betla nammi. Ţetta kallast óraunsć óskhyggja.

Hvernig stendur á ţví ađ ţađ er frí í grunnskólum á ţessum degi? Eru einhverjir ađrir í fríi? Skil ţetta ekki.

Öskurdagur er réttnefni.

dagbók