Örvitinn

Trekantsdraumur

Í morgun var sárt að vakna.

Rétt fyrir átta var ég staddur í íbúð úti í bæ eftir djamm. Hafði af einhverjum ástæðum endað þar með tveimur myndarlegum konum. Var á bömmer, þurfti að koma mér heim - finna einhverja auma afsökun.

Þessi draumur byrjaði semsagt á því að ég vaknaði.

Var að klæða mig og ætlaði að laumast út þegar þær stoppuðu mig og táldrógu. Óþarfi að fara nánar út í það.

Þá hringdi vekjaraklukkan í fyrsta sinn. Snús.

Næstu tíu mínútur rembdist ég við að klára drauminn með litlum árangri. Inga María vaknaði og rölti fram á klósett, Kolla fór líka á fætur. Ég þurfti að játa mig sigraðan.

Þetta var hvorki blautt né klístrað.

klám
Athugasemdir

Tyrkinn - 03/02/05 13:22 #

...áttar þig á að kannski eiga dætur þínar eftir að lesa þetta eftir nokkur ár...

Matti Á. - 03/02/05 13:30 #

Já, ég geri það - held þetta sé ósköp saklaust :-)