Örvitinn

Andvaka og tussulegur

Búinn að vera vakandi frá fjögur - lá uppi í rúmi og rembdist við að sofna aftur í einn og hálfan tíma án árangurs.

Var ógeðslega tussulegur* í gærkvöldi. Fann fyrir slappleika strax eftir vinnu - hélt ég myndi lagast við að borða kvöldmat en svo var ekki. Sofnaði við að svæfa Kollu, fór upp í mitt rúm klukkan tíu. Sleppti boltanum í Fífunni - ég þarf yfirleitt að vera helvíti slappur til að sleppa boltanum.

Er ekki mjög slappur (er með 38.2°), get bara ekki sofið. Sex tíma svefn er ekki nóg fyrir mig, jafnvel þó það sé að verða meðalsvefntími minn um þessar mundir.

10:40

Inga María kom niður hálf sjö ,vildi ekki sofa ein þannig að ég fór upp og kúrði með henni. Náði að festa svefn í hálftíma, til níu. Gaf stelpunum morgunmat og skutlaði þeim á leikskólann. Er þokkalegur, með smá magaverk.

Ljóst að Akureyrarferð er off.

* Mér þykir tussulegur afar skemmtilegt orð - en spurningin er hvort einhverjum þyki það vafasamt?

dagbók