Spörð
Ég hef ekki haft hægðir síðan fyrir hádegi á Sunnudag. Svosem ekkert óeðlilega langur tími milli hægða - en samt óþarfi að byrgja þetta inni.
Hvað er málið með að Biblían sé "bók bókanna"? Ætli menn séu að tala um þennan kafla? Æi, finnst alltaf dálítið sætt þegar prestar eru að missa vatn útaf Biblíunni þó vissulega sé bókin merkileg þá er hún ekki svona merkileg. Auk þess eru nútíma guðfræðingar fyrir löngu búnir að kasta Biblíunni og farnir að vitna í Lúther, ef Jesús sagði eitt og Lúther annað taka þeir orð Lúthers fram yfir orð frelsarans í flestum tilvikum.
Kolla fór með ástarbréf í leikskólann. Fékk mig til að skrifa fyrir sig bréf til Róberts þar sem hún biður hann um að byrja með sér. Vonandi tekur hann vel í þetta, eða hún vel í höfnun ef svo skyldi fara. Ég efast um að ég fái að skipta mér af þessum málum eftir tíu ár.
15:20
Þungu fargi er af mér létt.
sirry - 18/01/05 12:38 #
Humm eru 5 ára stelpur farnar að spá í svona hluti ? Sonur minn er 9 ára og ekki en farin að pæla í stelpum.