Örvitinn

Sagði upp fjölvarpinu og Sýn

Þegar við fengum síðasta kredidkortareikning og sáum að Norðurljós vildu fá rétt tæpar níu þúsund krónur fyrir þjónustuna ákváðum við að segja upp Sýn og Fjölvarpinu. Höldum Stöð2 áfram, stelpurnar vilja horfa á Idol.

Viti menn, nú er ekkert nema drasl í gangi og mér langaði að horfa á spænska boltann í kvöld.

En á móti kemur að það er slökkt á sjónvarpinu, ég sit einn í sjónvarpsstofunni og ráfa um netið - skoða hitt og þetta, aðalega hitt. Nýi diskurinn með Mugison, sem ég keypti í dag, kominn í ferðavélina og hljómar vel.

Á morgun verður nóg að gera.

Ýmislegt
Athugasemdir

Kristján Atli - 09/01/05 02:36 #

Hugaður.

Ég er enn að vinna í því að útrýma öllu sjónvarpsefni fyrir utan einstaka sjónvarpsatburði sem ég tel sjálfum mér trú um að ég verði að sjá (dæmi: Amazing Race-Ísland þátturinn á næsta þriðjudag) en mér myndi aldrei detta í hug að segja upp Sýn.

Aldrei. Ég er fótboltafíkill og myndi bara deyja.

Matti Á. - 09/01/05 10:10 #

Stefnan er að kíkja á pöbb þegar Liverpool spilar í bikar eða Meistaradeild, kaupa bjór og pizzu fyrir aurinn sem annars hefði farið í áskriftargjöld.

Vissulega verður dálítið súrt að missa af öðrum bolta sem Sýn sýnir, en þetta er bara aðeins of dýrt - með þessari hækkun fóru þeir yfir einhvern þröskuld sem fékk mig til að endurskoða þessi mál.