Feministar og terroristagvuð
Mér finnst þessar pælingar og viðbrögðin við þeim hjá Einari og Stefán skemmtileg.
Auðvitað sjá margir feministar nauðgun í hverju horni. Þau hafa einfaldlega tileinkað sér aðra aðferð en flestir aðrir við að skoða heiminn, aðferð sem byggist á því að túlka umhverfið með neikvæðum hætti - gera ráð fyrir að allt sem túlka má á neikvæðan hátt gagnvart konum hafi verið sett fram til þess að gera lítið úr konum. Að allt sem túlka með á neikvæðan hátt sé neikvætt.
Áhugaverður pistill á Vantrú um terroristann Guð og fróðlegar umræður - þó þær séu frekar einhæfar eins og er. Samt snúast þessar vangaveltur um eðli Guðs.
Birgir Baldursson - 04/01/05 21:34 #
Sammála. Og það sem verra er: Þær hafa að öllum líkindum náð í gegn með þetta hjá mörgum. Í mér situr a.m.k. djúpt og nánast dulin sú tilfinning að kynlíf sé ógeðslegt, hversu mjög sem ég reyni að sjá það í öðru og fegurra ljósi.
Ég veit ekki alveg hvort ég á að ákæra femínista eða kristnar trúarstofnanir fyrir þessi hryðjuverk á huga mínum. Ekki eru það Hustler og Penthouse sem bera á þessu ábyrgð, svo mikið er víst.