Trúleysiskomminn ég
Eins og Óli bendir á, er frekar undarlegt þegar guðfræðingurinn Jón Valur eyðir orku í að benda mér á villur kommúnismans í umræðu um trúmál. "Tilgangslaus iðja" eins og Óli segir. Ég verð seint sakaður um að vera mikill kommi.
Líka dálítið fyndið, í ljósi þess að í athugasemd minni ásakaði ég hann að skrifa "langlokur um allt og ekki neitt", að hann skuli troða kommúnisma inn í þessa tilteknu umræðu upp úr þurru.
Annars nenni ég ekki að tækla guðfræðinginn Jón Val með málefnalegum rökum, læta aðra um það. Stundum er best að segja bara það sem manni finnst. Það er líka svo hressandi, líkt og að losa um gott harðlífi.