Örvitinn

Næturvefráp

Idiot Box...

En þriðji þátturinn - og sá sem veldur vandræðum að mínu mati - er þetta stefnulausa flakk sem ég á til að detta niður í á kvöldin. Eins og núna, Lilja sofnaði fyrir þremur tímum og ég ætti í raun að vera löngu sofnaður. En nei, ég hef verið upptekinn við að gera akkúrat ekki neitt á netinu, bara flakka hér og þar og lesa ómerkilega hluti ... hér og þar. Ekkert merkilegt, ekkert sem gerir líf mitt ríkara

Þetta er magnað, djöfull kannast ég við þetta, gæti haldið að Kristján Atli sé að skrifa um mig en ekki sig, það eina skilur á milli er nafn maka :-) Verð að gera eitthvað í þessu, þetta næturráp er komið út í algjöra vitleysu. Sjónvarpsglápið einnig fáránlega mikið. Þarf að koma sólarhringnum í lag, vaki langt fram á nótt og fer alltof seint á fætur - er iðulega illa sofinn.

Hef varla litið í bók síðan í sumarfríinu, rétt gluggað í bækur - lesið einhverjar blaðsíður eða kafla til upprifjunar. Á hálfan bunkann eftir ólesinn.

Minna nethangs, minna gláp - meiri lestur, meiri hreyfingu. Auðvelt að segja, erfiðara að framkvæma. Ég ætla samt ekki að dansa.

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 15/11/04 17:27 #

hehehe sama hérna!

Ég er farinn að fatta um 2-3 á nóttunni að ég eigi að fara að sofa. Hef þá algerlega gleymt mér í að lesa bull sem ég get sleppt að lesa á netinu, tagga mp3 safnið eða bara fikta í sql/php rugli.

Maður fær svo svo klikkaðar hugdettur svona seint.

Matti Á. - 16/11/04 13:11 #

Tók mig taki í gær og fór í rúmið klukkan hálf eitt, um leið og Ensku mörkin voru búin.

Lá svo í bælinu í klukkutíma, andvaka :-)

Merkilegt samt hvað maður kemur oft miklu í verk á næturnar, sérstaklega ef maður er að forrita eða stússast eitthvað annað í tölvunni. En það er reyndar undantekning, yfirleitt er maður ekki að gera neitt af viti.