Brak í ökkla
Var í fótbolta í kvöld á gervigrasinu í Garðabæ. Gekk ágætlega til að byrja með, ég ráfaði um völllinn og slysaðist til að gera sæmilega hluti af og til.
En undir lok æfingar ætlaði ég að snúa mér á punktinum, vildi ekki betur til en svo að fóturinn ákvað að vera eftir. Festi skóinn í gervigrasinu og heyrði hávært brak :-|
Verkjar í ökkla og hné á hægri fæti, samt ekkert hrikalega. Gat haltrað í og úr bílnum og beitt ökklanum á bensínsgjöfinni. Efast því um að ég sé brotinn þrátt fyrir brakið. Ætla að bíða og sjá hvernig ég verð á morgun, ef ég verð þjáður þá læt ég kíkja á fótinn.
Verð að játa að ég var hræddur um, þegar ég heyrði brakið og fann að fóturinn var fastur, að ég myndi ekkert spila fótbolta næstu mánuði. Held samt að þetta sé ekki svo slæmt.