Örvitinn

Ekki byrjaði dagurinn vel

Sváfum alltof lengi í morgun enda var ég andvaka í nótt, gafst upp á að reyna að sofna klukkan eitt og fór fram, sofnaði ekki fyrr en hálf þrjú. Við fórum á fætur rúmlega níu.

Lenti svo í rifrildi við Áróru í morgun, valdabaráttan á fullu :-| Jújú, ég á ekki að láta þetta ganga svona langt en það er heldur ekki hægt að láta tólf ára stelpu stjórna heimilinu. Hún var lengi að koma sér á fætur, það er bara eins og gengur og gerist. Lokaði sig af inni á klósetti og kvartaði undan systur sinni sem truflaði hana, allt í lagi, ég skammaði systur hennar. En þegar hún ætlaði að loka sig af inni í herbergi sagði ég henni að koma fram, vera hjá okkur og fá sér morgunmat. Finnst algjör óþarfi að hún loki sig af inni í herbergi þessar fáu mínútur sem við erum saman. Hún neitaði, fór inn í herbergið sitt og lokaði á eftir sér, ég á sko ekkert að segja henni hvað hún á að gera, hún ræður sér sjálf. Þetta endaði semsagt á háu nótunum og ég er með móral yfir því að hafa látið þetta ganga svona langt. En hvað getur maður gert?

prívat