Forsmekkur að leikskólaverkfalli
Leikskólastarf fellur niður næstu tvo daga hjá stelpunum, starfsdagar á leikskólanum.
þetta er bölvað vesen. Ég fer í vinnuna á hádegi og vinn frameftir, Gyða mætir í vinnuna klukkan sjö og kemur heim klukkan þrjú. Frá tólf til þrjú verður Áróra með stelpurnar, ég veit ekki alveg hvernig það mun ganga. Spurning um að ég fari í vinnuna klukkan eitt og verði til níu.
Hvað er málið með þessa starfsdaga í skólum? Ekki er bönkum og öðrum fyrirtækjum lokað svo starfsfólk getið skipulagt starfið? Nei, við gerum það launalaust um helgar :-P
Leikskólakennarinn - 07/10/04 18:29 #
Þú ert að grínast, er það ekki kæri hemúll?? Ef ekki vil ég gjarnan bjóða þér í starfskynningu í leikskólanum sem fyrst svo þú öðlist eilítinn skilning á starfi kennara!
Gulla - 07/10/04 18:52 #
Jú, það væri ákjósanlegt, en strandar því miður á vilja rekstraraðila til að borga yfirvinnu. Ég er tilbúin að vinna einhver kvöld eða eina helgi af og til, það er mjög slæmt að þurfa að loka leikskólunum vegna starfsdaga. En semsagt; Sveitarfélögin spara og spara og semja frekar um starfsdaga sem bitna þá beint á notendum þeirrar þjónustu sem leikskólarnir veita meðfram menntuninni. Það er með þetta eins og svo margt annað í menntakerfinu - við foreldrar verðum að sameinast og krefjast breytinga á skipulagi menntastofnana sem gætu orðið til hagsbóta fyrir börn á öllum skólastigum og fjölskyldurnar í landinu. En það er víst eitt að segja og annað að gera...
Matti Á. - 07/10/04 19:14 #
Ég myndi glaður borga einhverja þúsundkalla til að kaupa þessa starfsdaga svo hægt væri að borga starfsfólki leikskólanna fyrir að sinna þessu að stærstum hluta í yfirvinnu. Reyndar ekki víst að allir foreldrar hafi efni á því, maður verður víst að hafa það í huga.
Eitthvað hlýtur að vera athugavert við skipulag menntastofnana á Íslandi. Erum við ekki að setja tiltölulega mikið fé í þann málalið borið saman við önnur lönd, samt eru flestir sem starfa í leik- og grunnskólum á afar lágum launum.
Sirry - 08/10/04 10:54 #
Þessir dagar eru allir inni í skóladagatali og koma því ekki á óvart ég mæli því með að fólk geymi örfáa daga eftir af sumarfríinu sínu og njóti þess að vera heima með börnum sínum þessa daga. :C) Bara að reyna að vera smá jákvæð.
Matti Á. - 08/10/04 10:59 #
Sirrý mín, ég tók þrjár vikur í sumar og þar af voru 10 dagar launalausir, ég á ekkert meira sumarfrí þetta árið. Við ráðum ekki heldur hvernig sumarfríið er vegna þess að leikskólarnir loka í tvær vikur.
Auk þess er ágætt að eiga þá daga til vara þegar maður er búinn að nýta alla veikindadaga barna.
Sko, ég hef ekkert fyrir því að skjóta þessa jákvæðni þína niður ;-)
sirry - 08/10/04 13:08 #
Nei var einmitt að hugsa til þess áðan að t.d leikskólar Hafnarfjarðar loka í 5 vikur og því foreldrar skyldugir til þess að taka 5 vikna frí og fæstir eiga meira. En samt væri frábært að geta verið heima með börnunum á þessum tíma og njóta Þess að vera með þeim en í staðin er þeim hent hingað eða þangað eða foreldrar heima með bullandi samviskubit.