Vantrúarskyr
Ég kíkti í bæinn í dag en missti reyndar af flestu, komst ekki fyrr útaf vinnu og gat ekki stoppað lengi af sömu ástæðu.
Hitti nokkra Vantrúarseggi og sá Ólaf og Dorrit yfirgefa svæðið. Reyndar var frekar furðuleg uppákoma í kringum það. Þegar þau komu út kallaði einhver til þeirra hvort það mætti ekki bjóða þeim skyr. Ólafur svaraði einhverju en Dorrit gerði sig líklega til að rölta í áttina að okkur. Lögreglumaður og bílstjóri stóðu þá í veg fyrir henni og hindruðu hana, beindu henni þess í stað inn í bíl. Má konan ekki ganga þangað sem hún vill?
Ég tók nokkrar myndir en þær misheppnuðust flestar, það var minni birta en ég gerði ráð fyrir.. Hér sést skyrið, löggan og bifreið forsetans.
Það er komin myndasería á Vantrúarvefinn.