Örvitinn

Undrabarn í golfi

Ég er kannski full gamall til að vera undrabarn.

Fór í golf með vinnunni í gær. Spiluðum níu holur á æfingavelli í Hafnafirði, allar holur par 3. Ég og Jónas tókum okkur til og unnum keppnina. Ég átti nokkrar ágætar holur.

Ekki nóg með að við höfum unnið heldur vann ég líka keppni um það hver kæmist næst holu, setti boltann um 40cm frá holunni með níu járni, kom gríðarlega á óvart þar! Fékk í verðlaun forláta prentara sem ég þarf að skjótast og sækja á eftir, skyldi hann eftir í vinnunni í gærkvöldi.

Ég var með bestu frammistöðu óreyndra en fékk þó ekki verðlaun fyrir það þar sem stefnan var að sem flestir fengju verðlaun. Ég var búinn að fá tvenn og það þótti nóg.

Þetta var í annað sinn á ævinnni sem ég stíg fæti á golfvöll, hitt skiptið var í júní í fyrra.

Eftir golf var bjór drukkinn í alltof miklu magni og kíkt í bæinn. Í dag er ég nokkuð þunnur og þreyttur.

dagbók
Athugasemdir

Davíð - 18/09/04 17:36 #

En hvað þetta eru ánægjulegar fréttir. Það væri þá aldrei að kvennfélagið færi saman í golf! hm

Matti Á. - 20/09/04 17:15 #

Ég styð þá tillögu, held það væri góð byrjun á kvenfélagsfundi að taka nokkrar holur.