Inga María enn veik
Inga María var orðin hress í gærkvöldi og við ráðgerðum að hún myndi fara í leikskólann í dag. En í morgun var hún ósköp lítil og slöpp, ég mældi hana og hún var með rétt tæpar 39 gráður, sem er ekkert rosalegru hiti hjá litlum börnum skylst mér, þannig að hún verður heima í dag.
Við skutluðum Kollu á leikskólann í morgun. Kolla var hress og kát þegar hún mætti. krakkarnir voru reyndar allir að fara út en Kolla þarf að vera inni. Sýndi fóstrunum og krökkunum gifsið sitt stolt.
Ég og Inga María komum við á bensínstöð á bakaleiðinni og keyptum meðal annars Ópal. Það virðist vera magnað lyf því hún er miklu hressari núna.
Sirry - 17/09/04 10:36 #
Mér finnst nú 39 vera soltið hár hiti líka þar sem hún er nu ekki ungabarn en reyndar held ég að 38.5 sé orðin verulegur hiti í öllum börnum sem og fulloðnum svo vertu góður við hana í dag hún er lasin greyið. Hún er ekki með streptakoka er það nokkuð ?
Sirrý
Sirrý - 17/09/04 11:53 #
Gott að fara með hana til læknis þar sem hún er búin að vera veik í smá tíma og ekki með nein einkenni