Helgin
Ekki laust við að ég sé ennþá þreyttur eftir skrall laugardagskvöldsins. Byrjaði á fyrsta innibolta vetrarins. Kvenfélagsfundurinn heppnaðist vel, átum, drukkum, spjölluðum og horfðum á gamlar myndbandsupptökur. Myndbönd með Bone china og vídeó sem ég, Davíð og Hrafn tókum upp á fylleríi fyrir ball heima hjá Davíð þegar við vorum átján/nítján. Fátt merkilegt á því myndbandi, en hvaða smábörn voru þetta? Gaman að rifja þetta upp.
Einar Már kom með brennivín sem við skvettum í okkur, eitthvað fór það misvel í menn og sumir fóru snemma heim eftir að hafa spúið í vaskinn.
Gærdagurinn var rólegur, ég var ekki þunnur en þokkalega þreyttur. Fórum í vöfflur til foreldra minna sem eru búin að koma sér vel fyrir í nýju íbúðinni.
Skellti nokkrum myndum úr eins árs afmæli Ásdísar Birtu og frá gærdeginum inn á myndasíðuna. Svona er ég daginn eftir fyllerí, þyrfti að raka mig bráðlega!
Gummi Jóh - 13/09/04 12:20 #
Það er alveg á hreinu að hrímað ískalt brennivín er allra meina bót.
Byrjuðum félagarnir að prufa þetta í partýum í sumar og þetta er orðin fastur gestur þegar eitthvað mikið stendur til. Við erum bjórdrykkjumenn og ekki vanir að drekka sterkt þannig lagað og því verða allir hauslausir og fáránlega hressir.
Þetta er snilldin eina.