Örvitinn

Dagskráin í dag

Kominn á fćtur međ stelpunum, viđ hjónin skiptum um morgna ţessa helgi ţar sem hún fór út á lífiđ í gćrkvöldi en ég í kvöld. Erum búin ađ borđa hafragraut og glápum nú á barnatímann.

Ég fer međ Ingu Maríu í dans klukkan tíu, Kolla byrjar svo 10:40. Ćtla ađ reyna ađ láta Áróru rölta međ Kollu í ÍR heimiliđ.

Eftir dans förum viđ í hádegismat á Arnarnesinu, veit ekki hverjar líkurnar eru á ađ tengdafađir minn verđi á stađnum, ţađ er víst nóg ađ gera hjá honum ţessa dagana. Vćri áhugavert ađ hitta hann og heyra hans mat á stöđunni.

Klukkan tvö ćtla ég ađ bregđa mér á Players og sjá leik Liverpool og WBA.

Klukkan fimm byrjar fyrsti innanhússfótboltatími vetrarins í íţróttahúsi Kársnesskóla, ţađ verđur fínt ađ sprikla ađeins inni, jafnvel ţó ég sé oft helvíti aumur í fótunum eftir innitímana. Innifótbolti og útifótbolti er ekki sama íţróttin.

Strax eftir bolta er svo stefnan sett á kvenfélagsfund heima hjá Regin ţar sem ég ćtla ađ elda kjúklingarisotto og drekka haug af áfengi. Ţurfum ađ koma viđ í matvörubúđ og versla í matinn í millitíđinni.

En nćsta verkefni er ađ finna föt á stelpurnar, eina krefjandi verkefni dagsins!

dagbók
Athugasemdir

Regin - 11/09/04 12:26 #

Veit ekki hvort ég kemst í boltann. Komst ekki til vinnu fyrr en ađ ganga 12 og alveg truckload af verkefnum liggja fyrir. Verđ í sambandi.

Matti Á. - 11/09/04 13:07 #

Mogensen, ég hlusta ekki á svona bull. Ţú hćttir í vinnunni fimmtán mínútum fyrir fimm og mćtir í boltann, annars er planiđ allt komiđ í uppnám!