Örvitinn

Hvaða geisladisk á ég að kaupa?

Áskotnaðist gjafabréf í Skífuna í gær og ætla að skjótast í hádeginu og kaupa mér geisladisk. Ætlaði að kaupa nýjasta diskinn með Badly drawn boy en hann var ekki til í Skífunni á Laugavegi og Smáralind, hef verið að rúlla About a boy soundtrackinu í bílnum síðustu daga og var því með þann disk í huga.

Þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að kaupa. Síðustu diskar sem ég hef keypt eru með Franz Ferdinand, Belle & Sebastian, Darkness og Damien Rice. Allt frábærir diskar.

En það hlýtur að vera einhver magnaður nýlegur diskur sem ég verð að eignast en hef bara ekki hugmynd um. Eitthvað í ætt við það sem ég er að hlusta á. Ég fjárfesti afar sjaldan í geisladiskum núorðið, því þarf að vanda valið.

Hvaða meistarastykki verð ég að eignast?

tónlist
Athugasemdir

Gummi Jóh - 23/08/04 11:18 #

Við höfum ansi svipaðann smekk sýnist mér og til hamingju með að kaupa Belle & Sebastian. Hvernig fannst þér hann annars? Og hvaða disk keyptirðu með þeim?

Nýji BDB er ansi misjafn finnst mér en samt með þrusugóða spretti.

Ef ég ætti að mæla með einhverju nýju og fersku væri það nýji Polyphonic Spree diskurinn. Hann er eðal og kemur manni í gott skap.

Matti Á. - 23/08/04 11:24 #

Ég keypti nýjasta diskinn þeirra, Dear Catastrophe Waitress í Liverpool fyrr á árinu, fyrir átti ég If You're Feeling Sinister og The Boy With the Arab Strap í lögmætum útgáfum. Tigermilk og Storytelling soundtrackið á ég svo á mp3. Hef haft aðgang að öðru með þeim en glataði því við uppfærslu á hörðum disk!

bió - 23/08/04 13:27 #

Ég á alla diskana sem þú nefndir og því ættirðu að hafa gaman að því sem ég er að feela.

Ég held þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með nýrri Shins plötuna (og ekki þessa eldri ef út í það er farið) og það er algjör bönus auðvitað að þeir eru að koma til landsins í október og því tilvalið að undirbúa sig fyrir þá tónleika með disknum.

Ef þú vilt fara í eitthvað meira í poppdeildinni skal alls ekki afskrifa Scissor Sisters þrátt fyrir að þeir hafi nauðgað Comfortably Numb. Brjálæðislega góður diskur en samt svolítið annaðhvort eða efni.

Í poppdeildinni eru til dæmis líka The Killers, Stellastarr* og jafnvel eitthvað rólegt og undarlegt eins og Iron & Wine eða Sufjan Stevens.

bió - 23/08/04 13:31 #

...gleymdi að nefna nýju Modest Mouse plötuna og ef þú feelar Flaming Lips þá er Quasi líka alveg málið.

Gangi þér vel...

pallih - 23/08/04 13:41 #

Ef þú hefur einhverntíman haft gaman af Cure þá er nýjasta afurðin þeirra (The Cure) með þeim betri.

Matti Á. - 23/08/04 13:42 #

Kíkti í Skífuna í Smáralind í hádeginu og þeir áttu hvorki Polyphonic Spree né nýjasta disk The Shins.

Ég fæ þá tíma til að spá betur í þessu. Vissulega góður punktur að spá í The Shins fyrst þeir eru á leiðinni til landsins.

Kannski maður fari að sjóræningjast fyrst það er ekki mögulegt að eignast þetta á löglegan máta!

Matti Á. - 23/08/04 14:37 #

Hef aldrei verið mjög mikið fyrir Cure. Man það núna að ég ætlaði alltaf að kaupa diskinn með Jane's Addiction sem kom út í fyrra en lét aldrei verða af því. Ég held ég fjárfesti í The Shins eða Polyphonic Spree, eftir því hvað fæst í verslunum Skífunnar á næstunni.