Gvuð þeytir skífum
Lag dagins er ekki dæmigert fyrir þá tónlist sem ég hlusta yfirleitt á, eiginlega á skjön við hana, en mér finnst diskurinn Sunday með Faithless skemmtilegur. Hlusta á þetta af og til, rambaði á þetta í morgun og er að renna í gegnum diskana.
Fyrir þá sem ekki vita syngur söngkonan Dido bakraddir á þessum disk, eða það held ég alveg örugglega. Held hún syngi samt ekki mikið í lagi dagsins.
Hér syngja menn um dansgólfið, stemminguna, hópeflið sem hægt er fá fram með stemmingu.
Einu sinni stjórnaði Kirkjan stemmingunni því það var hún sem fólkið sóttist eftir. Afhelgun alþýðunnar á hugsanlega rætur sínar að rekja til aukins framboðs af afþreyingu, afhelgun stemmingarinnar.
Lag dagsins er God is a DJ. Lagið er átta mínútur og skráin 7.5MB, serverinn er innanlands. Þetta er fyrri útgáfan, það er önnur lengri útgáfa af sama lagi á síðari disknum.
Faithless - God is a DJ búinn að fjarlægja skrána
This is my church
This is where I heal my hurt
It's a natural grace
Of watching young life shape
It's in minor keys
Solutions and remedies
Enemies becoming friends
When bitterness ends
This is my church (3x)
This is my church
This is where I heal my hurt
It's in the world I become
Content in the hum
Between voice and drum
It's in change
The poetic justice of cause and effect
Respect, love, compassion
This is my church
This is where I heal my hurt
For tonight
God is a DJ (3x)
This is my church (3x)
Gyða - 20/08/04 11:47 #
allt of mikið teknó fyrir minn smekk takk fyrir skipti aftur yfir í Alanis Morisette hef ég sagt þér nýlega hvað hún er góð söngkona :-Þ
Stebbi - 20/08/04 15:53 #
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þetta lag sé alger snilld, en verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart að þú sért sammála því. Platan í heild er mjög góð en þó ansi misjöfn þar sem sum lögin eru frekar slöpp.
Varðandi trúarpælinguna hjá þeim þá er rétt að benda þér á að afstaða textahöfundar Faithless er ekki algerlega sú að hann sé trúlaus og fagni því að vera ekki haldinn ranghugmyndum trúaðra (sem er jú í stórum dráttum þín afstaða). Afstaðan er eiginlega frekar sú að viðkomandi sé trúlaus og finnst hann þess vegna vera að fara á mis við einhverja kjölfestu eða öryggistilfinningu sem trúaðir hafa en hann finnur einfaldlega ekki þótt hann vilji. Í næsta lagi á eftir God is a DJ (minnir mig) er t.d. margendurtekin línan "Oh I wish I could be, touched by the hand of his god". Sú lína er einmitt sungin af Dido, ef ég man rétt.