Lokað fyrir athugasemdir á gömlum færslum
Ákvað að loka fyrir athugasemdir á öllum gömlum færslum. Miðaði við síðustu áramót en það væri jafnvel gáfulegt að miða við færslur sem eru eldri en mánaðar gamlar.
Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst athugarsemdarspammið sem er að pirra mig þessa dagana. Reyndar er þetta ekkert mjög mikið og ég setti upp mt-blacklist sem auðveldar alla hreinsun. En ég held það sé líka ágæt regla að hætta umræðu eftir einhvern tíma, stundum rambar fólk inn á síðuna og kommentar á eitthvað eldgamalt og ég nenni einfaldlega ekki að hefja umræðuna (þrasið) aftur.
Uppfærði gögnin í gagnagrunninum, setti closed á athugasemdir fyrir allar færslur sem mátti setja athugasemdir á. Lokaði einnig fyrir trackback. (nb. þetta er pikkað inn eftir minni, er ekki með þetta fyrir framan mig)
update mt_entry
set entry_allow_comments = 2
where entry_created_on < DATE '2004-01-01'
and entry_allow_comments = 1
update mt_entry set entry_allow_pings = 0 where entry_created_on < DATE '2004-01-01'
Gerði svo rebuild á stakar færslur í dagbókinni.
Snyrtilegri lausn væri að keyra script mánaðarlega og loka á mánuð í einu, nota xml-rpc viðmót mt til að endursmíða einungis þær færslur sem hafa breyst. En ég nenni einfaldlega ekki að útfæra það, a.m.k. ekki í bili.
pallih - 11/08/04 13:54 #
Ég fór að hugsa að það hlytu fleiri að hafa spáð í þessu og svo reyndist:
mt-plugins.org/archives/entry/closecomments.php
Matti Á. - 11/08/04 14:11 #
Þetta script er einmitt gagnlegt til að endursmíða færslur í MT úr crontab eða álíka. Skoða þetta síðar.
Skömmu síðar: Reyndar virðist linkurinn frá þessari síðu ekki virka og ég finn ekki skriptið.