Morgunskokk
Skellti mér út og skokkaði áðan, ákvað að fara aðeins lengri hring þar sem ég var undir 20 mínútum að fara hinn hringinn. Eins og sést á kortinu var hringurinn sem ég fór áðan rétt rúmir 4.6 km. þetta hljóp ég á 28 mínútum sem er frekar rólegt jogg. Þetta tók ágætlega á, sérstaklega brekkurnar upp á móti og ég gekk meðal annars í um eina mínútum þegar ég klæddi mig úr flíspeysunni, það er nefnilega fínt veður úti.
Hlustaði á X-ið á skokkinu, helvíti fínt útvarpið á þessum tíma þegar enginn útvarpsmaður er á svæðinu að þvælast fyrir tónlistinni með innihaldslausu kjaftæði. Hápunktur skokksins tónlistarlega var Epic með Faith No More og Here comes your man með Pixies.
Ágætt að hreyfa sig eftir letihelgi, hef ekkert hreyft mig um helgina og borðað ansi hressilega.