Morgunstund
Kominn á fætur klukkan átta, ég og Inga María erum niðri og horfum á barnatímann. Ég er alveg óskaplega syfjaður, fæ að leggja mig aftur um 11:00.
Kíktum til Badda og Sirrý í gærkvöldi og grilluðum. Þau voru búin að útbúa kjúklingaspjót, afskaplega ljúffengt. Við sáum um kartöflur og salat. Ég borðaði alltof mikið.
Ég og Baddi horfðum á Liverpool-Porto í óbeinni, lítið um þann leik að segja, Liverpool tapaði 1-0. Leikmenn Porto eru afskaplega duglegir að fleygja sér í grasið, ég missti tölu á því hve oft þeir lágu vælandi í grasinu án þess að dómarinn sæi ástæðu til að flauta.
Ég sakna þess lítið að vera ekki á útihátíð, þetta var þó stundum gaman, því er ekki hægt að neita. Þetta eina skipti sem ég fór til eyja eftirminnilegast. Veit ekki hve spennandi það er að sofa þessa stundina í tjaldi í roki og rigningu.
Baddi er þrítugur í dag, til hamingju með daginn.
Bjargmundur - 01/08/04 23:34 #
Takk.