Dugnaður (sjálfshól)
Djöfull er ég búinn að vera hrikalega duglegur þessa viku. Hreyfing á hverjum degi og mataræðið til fyrirmyndar.
Skokkaði á sunnudaginn, fór í ræktina mánudags og þriðjudagsmorgun, skokkaði svo aftur í gær (var 19:40 að fara sama hring og á sunnudag), fór í ræktina í morgun og svo á fótboltaæfingu í kvöld. Er með ágætar harðsperrur í fótum eftir þriðjudagsæfinguna, hnébeygjan tók vel á þó ekki hafi verið mikið á stönginni.
Hef ekki borðað neinn viðbjóð og meira að segja borðað hóflega af hollustufæðinu, vaknaði svangur í morgun - það er ágætt merki.
Forsendan fyrir þessum dugnaði er að einhverjum leyti það að Gyða er búin að vera heima í fríi með stelpunum þessa viku þannig að ég hef getað skotist í ræktina á morgnana fyrir vinnu. En þar sem ég er búinn að venja mig á að fara snemma á fætur er ekkert því til fyrirstöðu að ég skelli mér í ræktina eftir að ég skutla stelpunum í leikskólann, get verið kominn með þær þangað klukkan hálf níu og mættur í vinnuna vel fyrir tíu, sveigjanlegur vinnutími er málið.
Sjálfshóli dagsins er lokið.