Örvitinn

Skokkað í Seljahverfi

leiðin sem ég skokkaði í Seljahvefinu Skellti mér út og skokkaði í hverfinu áðan. Hef aldrei áður skokkaði um hverfið, hef alltaf verið á leiðinni út að skokka en verið eitthvað feiminn við að hlaupa um hverfið. Dálítið kjánalegt enda er ég dálítill kjáni! Mér hefur aldrei þótt mikið mál að skokka í líkamsræktarstöðvum en hlaupabrettin í Sporthúsinu eru satt að segja helvíti léleg, a.m.k. borið saman við brettin í World Class (ítarlegur samanburður á Sporthúsinu og World Class) Ég var ekkert að nenna út áðan en Gyða rak á eftir mér, ótrúlegt hvað maður getur verið latur við að drulla sér af stað.

Hvað um það, skokkaði hring sem er um 3.5km (samkvæmt borgarvefsjá en myndin vinstra megin er af þeirri síðu) og var 20-25 mínútur samkvæmt óáræðanlegum heimildum. Þetta tók ágætlega á, sérstaklega þegar leiðin lá upp á móti. Eins og ég hljóp hringinn var þetta samt aðlíðandi upp á móti en frekar bratt niður. Fann næstum ekkert til í bakinu og var þokkalegur í fótunum. Hljóp þetta ekki hratt en þetta var ágætt skokk miðað við aðstæður.

Í fyrramálið er stefnan sett á að mæta í Sporthúsið og lyfta lóðum áður en ég fer í vinnuna. Gyða er í fríi næstu viku þannig að ég þarf ekki að byrja daginn á því að koma stelpunum í pössun og er auk þess með bíl mömmu og pabba í láni meðan þau njóta lífsins á Ítaliu. Ég hef semsagt enga afsökun fyrir að fara ekki :-)

heilsa