Bakverkur
Ég er að drepast í bakinu :-( Fæ stingandi verk í mjóbakið með reglulegu (og stuttu) millibili. Djöfull er þetta fúlt, á maður að fara að éta verkalyf útaf svona andskota?
Held ég sitji rétt í vinnunni, það beið mín nýr skrifstofustóll þegar ég mætti aftur til vinnu eftir sumarfrí, en ég er oft í afkáranlegri stöðu í sófanum fyrir framan sjónvarpið heima.
Líklega hefur léleg mæting í líkamsrækt og skortur á hreyfingu síðustu mánuði haft eitthvað að segja. En fjandakornið, mér leiðast þessir verkir.
Óli Gneisti - 23/07/04 16:56 #
Ég get mælt með hómópata.
Erna - 23/07/04 20:02 #
Ég mæli með jóga fyrir bakveika. Ég var skökk af bakverkjum í hálft ár, en eftir að ég prófaði byrjendajóga sérhannað fyrir bakveika, lagaðist bakverkurinn og ég hef viðhaldið góðu bakástandi með því að taka smá jógasessjón þegar ég finn að í óefni stefnir. Ég er sumsé frelsuð, hah!
Rodney Yee gerir frábær jógamyndbönd og er með alveg lágmark spirítjúalisma og meiri svona íþrótta anda á teipunum hjá sér en flestir aðrir. Jóga er nefnilega eiginlega bara teygjuleikfimi.
Sirrý - 24/07/04 10:23 #
Heldur þú að þú sért nokkuð með hríðar ?? Annars mæli ég með íbúfeni frekar en öðrum verkjatöflum þar sem þær virka á bólguna og svo er bara að fara að koma sér í ræktina er það ekki. Ohh hvað það er auðvelt að gefa svona ráð.