Örvitinn

Ferðadagbók sett inn í bútum

Er að bisast við að setja inn ferðadagbók sem ég skrifaði í sumarfríinu, set hverja færslu inn aftur í tímann. Þetta tekur dálítið langan tíma því ég reyni að setja myndir hvers dags inn um leið Er með þetta í einu word skjali og gæti sett inn sem gríðarlega langa dagbókarfærslu, en finnst skemmtilegra að setja þetta inn eins og þetta hefði verið skrifað á bloggið um leið og það gerðist. Textinn er yfirleitt í þátíð en stundum í nútíð, ekkert alltof mikið samræmi í þessu en ég nenni ekki að stressa mig á því.

Þetta veldur því að reglulega koma á molana vísanir á færslur aftur í tímann hjá mér næstu daga, ætli ég verði ekki tvo - þrjá daga að setja þetta allt inn.

Ferðadagbókin sjálf er eflaust ekki áhugaverð nema fyrir okkur sem ferðuðumst og þá sem okkur þekkja en öllum er velkomið að skoða.

Þar sem þetta eru margar færslur, 21 allt í allt, ákvað ég að setja upp sérstakan flokk fyrir þær.

dagbók