Örvitinn

Afslöppun

Við ákváðum að taka því rólega í dag. Ásmundur, Guðrún, Stebbi, Margrét og Nathan fóru á markað en við hin erum heima að slaka á. Það þýðir ekkert að vera að skutlast út um allt með stelpurnar. Í staðin erum við búin að vera hér í sumarhúsinu að lesa, spila, segja sögur og dunda okkur. Við þurfum lítið að stressa okkur, höfum nægan tíma til að skoða okkur um og engin ástæða til að vera í stífu prógrammi hér. Þetta á líka að vera frí.

Ég er að lesa Quicksilver í ferðinni, fékk hana í jólagjöf frá Gyðu en hef ekki treyst mér í að byrja á henni fyrr en nú. Fæ ekki að hafa hana í friði, Ásmundur er byrjaður að lesa hana líka, ég hef þó forgang.

Um kvöldið horfðum við á leik Hollands og Portúgal, ákváðum að halda með Portúgal í leiknum, vildum sjá Portúgal og Tékkland mætast í úrslitaleik. Portúgal sigraði að sjálfsögðu.

Ákváðum að skella okkur til Flórenz næsta dag, stefnan var tekin á að vakna snemma og leggja af stað til borgarinnar snemma í morgunsárið. Stelpurnar yrðu heima með ömmu og afa en við hin myndum skoða okkur um.

Toskana 2004 prívat