Staðalímyndir feminista
Feministar þreytast seint á að benda á kúgunina sem staðalímyndir valda konum. Þegar keppt var um Ungfrú Ísland voru feminstar mættir á svæðið til að vekja athygli á þessari staðalímyndakúgun. Ég er enginn sérstakur aðdáandi fegurðarsamkeppna en mótmæli feministanna eru stundum dálítið kjánaleg að mínu hógværa mati.
mlb.is: Enginn passar við staðalímyndina sem haldið er á lofti í fegurðarsamkeppnum
Félagar í Femínistafélagi Íslands efndu til mótmælastöðu við skemmtistaðinn Broadway í gærkvöldi en þar fór fram keppni um titilinn ungfrú Ísland 2004. Femínistarnir voru með bleikt pappaspjald af Ungfrú staðalímynd en ljóst hár og kóróna hafði verið sett á spjaldið. Þá var gestum og gangandi boðið að máta sig við staðalímyndina og þáðu nokkrir það boð.
Það er skemmtilegt að sú sem vann keppnina þetta árið er dökkhærð og passar að því leyti illa við spjaldið.
Auðvitað er það rétt að staðalímyndir eru slæmar að einhverju leiti, en er Ungfrú Ísland ímyndin virkilega svo slæm? Vissulega eru stelpurnar sem taka þátt í þessari keppni undantekningarlaust grannar og flestar frekar staðlaðar í framan. En fjandakornið, þær hafa flestar brjóst og mitti ólíkt tískusýniningardömunum með heróínlúkkið. Þetta eru stelpur sem stunda líkamsrækt og lyfta lóðum til að koma sér í form fyrir keppnina.
Ég held að ýmsar staðalímyndir séu af hinu góða. Það er betra að vera grannur en feitur. Það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að feitu fólki en fólk ætti að stefna á að vera frekar grannt, einfaldlega vegna þess að þá er minna álag á hjartað og minni líkur á ótímabæru andláti. Fólk á að stefna á að vera þokkalega þrifalegt, jafnvel þó það sé óskaplega staðlað. Fólk á að stefna á að vera þokkalega vinalegt. Já ég veit, staðlað. Fólk má alveg vera spikfeitt, óþrifalegt og óvinalegt mín vegna. Ég held bara að því líði ekkert mjög vel þannig.
Í fréttinni segir enn fremur:
Þá segir að neikvæð áhrif staðalímyndarinnar sjáist í klám- og kynlífsvæðingunni. „Útlits- og æskudýrkun er ekki holl,“ bætir Katrín Anna við.
Þetta skil ég ekki alveg, held að feministar þurfi að skoða aðeins meira klám. Í klámi er fólk af öllum stærðum og gerðum. Allt frá tæplega löglegum stúlkum upp í aldraðar konur. Fallegar ogljótar, feitar og mjóar. Ég held að á fáum sviðum menningar finnist jafn fjölbreyttar kvenímyndir og einmitt í kláminu. Það skiptir næstum því engu máli hverslags ímyndum fólk heillast að, það er hægt að fá útrás fyrir þá þörf í kláminu. Ég held að feministar ættu að skoða thehun oftar og betur. Klám og kynlífsvæðingin fer ekki í manngreinaálit. Allir geta fengið sína klám og kynlífsútrás án tillits til þess hvernig þeir líta út. Flestir karlmenn skoða vafalítið ósköp dæmigert sílikon klám en þar með er ekki sagt að ýmislegt annað sé ekki í boði. Ýmislegt sem yrði alveg jafn bannað og staðlaða klámið sem stuðar feminista.
En hvað um það, þetta er ekki það sem vakti athygli mína, ég þurfti bara að misnota þetta tækifæri til að skrifa eitthvað örlítið um klám!
Það sem vakti athygli mína við fréttina voru feministarnir á myndinni. Ég get ekki að því gert en mér finnst þær óskaplega staðlaðir feministar! Ég fór og skoðaði heimasíðu feministanna og sá ekki betur en að meirihluti þeirra féllu í nákvæmlega sama mót. Þau eru næstum því öll eins, eða að minnsta kosti mjög svipuð. Er þetta æskilegt? Eru feministar ekki að breiða út ákveðna staðalímynd? Ég veit að feminstar koma í öllum stærðum og gerðum en kannski er það bara ég, hugsanlega er bara eitthvað valkvæmt við skynjun mína - en mér finnst flestir feministar sem ég sé passa í ákveðið mót.
beta - 31/05/04 19:53 #
Það er ekki það sama klám og klámvæðing. En þú ert örugglega fær um að afla þér nánari vitneskju sjálfur! ;)
Hanna - 01/06/04 11:36 #
Þannig lagað séð er þetta ekkert svo slæm keppni eins og þú segir þær eru að lyfta lóðum til þess að koma sér í form og auðvitað er heilbrigðara að vera grannur en feitur, en það sem mér finnst verst við þetta er að þetta er bara eins og hver önnur gripasýning, að labba um á sviðinu og svona ´hæ ég heiti bla bla og svona er ég í bikiní og svona er ég í kjól og svona er rassinn á mér og svona er ég í framan og svo framvegis.. það er conceptið sem er það fáránlega við þetta: að keppa í að vera sætust, og hvaða skilaboð eru það? mér finnst bara að stelpur ættu að hafa aðeins göfugri markmið en að verða sætust í framan og nota hausinn í sér frekar þetta virðist nefninlega vera rosalega vinsælt dæmi hjá stelpum svona keppnir
Matti Á. - 01/06/04 12:00 #
Auðvitað er eitthvað kjánalegt við fegurðarsamkeppnir, jafnvel hallærislegt. En það er svo margt kjánalegt og hallærislegt í kringum okkur, t.d. kristni :-P
Ég vil ekki gera lítið úr því að feministum standi ekki á sama, bendi í því samhengi á greinina upphafning sinnuleysis sem ég skrifaði á öðrum vettvangi. Ég set bara spurningamerki við ýmsar fullyrðingar og þá valdníðslu sem þær standa stundum fyrir í krafti sannfæringar sem byggir að mínu mati oft á vafasömum rökum.
Staðalímynd feminista er líka raunveruleg, held ég - varla er ég einn um að finnast þau öll næstum því eins, staðlaðir feministar.
Árni - 01/06/04 21:42 #
Ég er mjög sammála þessari grein.
En verð samt að seigja að mér finnst svona keppnir asnalegar og tilgangslausar því fegurð hefur alltaf verið smekksatriði.
Samt ólíkt sumum vil ég ekki láta banna allt sem mér er illa við sjálfum. Til að mynda er mér ill við ungar gelgjur sem mæta í Bíó og tja, eru ekkert að filgjast með myndinni. Eflaust væru margir glaðir ef svona fólki væri bannað að fara í Bíó.
En þetta og að banna fegurðasamkeppnir er takmörkun á frelsi. Þessvegna hefur mér alltaf verið sama um hvað fólk keppir í svo lengi sem það skaðar engan!
--En ef eitthver er að skaða sjálfan sig til að ná settu markmiði þá er það þeirra val, ekki ykkar Feminista!
Salvör - 03/06/04 21:27 #
Ha??? Vá! skarpur ertu. eru femínistar allir eins í útliti??? þessu hafði ég ekki tekið eftir... samt hef ég tekið nokkur hundruð myndir af femínistum síðasta árið...og birt flestar á femínistavefnum.
þetta er mjög djúp og merkileg pæling hjá þér um þessa stöðluðu femínista... bendi á að það verður uppboð á femínistum í kolaportinu á sunnudaginn, þægilegt fyrir svona sölu að þeir séu allir staðlaðir, ætli það þýði að sama verð komi fyrir alla???
(þetta er dulbúin auglýsing fyrir Kolaportssölu femínista 5 til 6 júní 2004. Sjá nánar á vefsíðunni www.feministinn.is )
Matti Á. - 03/06/04 22:30 #
Hvaða dónaskapur er þetta Salvör, má maður ekki skrifa hugrenningar um feminista, með ótal fyrirvörum um að hér sé um mínar skoðanir að ræða án þess að þú talir niður til manns?
Ég held þetta sé ágætt dæmi um þá kreppu sem feministar eru í um þessar mundir. Öll gagnrýni er hunsuð á þeim forsendum að um grunnhyggni eða kvenhatur sé að ræða.
kata - 04/06/04 01:08 #
Jæja. Hvar kom annars fram að femínistar vildu banna fegurðarsamkeppnir? Bara spyr þar sem ég er einmitt ein af þeim sem er dugleg við að benda á fáránleikan við konusýningar en hef aldrei talað um að það ætti að banna þær. Finnst aftur á móti í fínu lagi að benda á hvað þær eru hallærislegar og skaðlegar þar sem annars er einstefnu heilaþvottur í gangi um hvað það að taka þátt í konusýningu veitir konum mörg góð tækifæri í lífinu og hversu mikilvægur hæfileiki það sé að geta labbað um í bikiní á háum hælum og brosað samtímis!!! :-þ
ps. af hverju er nauðsynlegt að setja inn e-mail address til að pósta komment?
Matti Á. - 04/06/04 10:35 #
Hvar kom annars fram að femínistar vildu banna fegurðarsamkeppnir?Ég minnist ekki einu orði á að feminsitar vilji banna fegurðarsamkeppnir. Árni minnist á það í athugasemd.
ps. af hverju er nauðsynlegt að setja inn e-mail address til að pósta komment?Vegna þess að mér leiðast nafnlausar athugasemdir. Þú setur t.d. inn ólöglegt póstfang sem mér þykir argasti dónaskapur. Það kemur fram að póstfangið birtist ekki á síðunni, ég er sá eini sem sé það. Allar upplýsingar um mig er að finna á þessari síðu og mér finnst lágmarks kurteisi að þeir sem skrifa hér inn athugasemdir setji með rétt póstfang.
Mér finnst líka lágmarks kurteisi að misnota ekki athugasemdir til að pósta auglýsingum, sérstaklega eftir að talað hefur verið niður til mín. Ef athugasemdin hefði verið á jákvæðari nótum hefði ég sleppt því að strika yfir auglýsinguna.
Salvör - 04/06/04 11:32 #
ég held að það sé samband milli silikonsins og lótusskóarins kínverska...þegar tær ungra stúlkna voru brotnar til að passa í pínulitla skó... ég held að fegurðarþráin sé að einhverju leyti fólgin í kvölinni... og að það segi eitthvað um samfélagið hvernig það reynir að móta líkama ungra kvenna og hemja athafnafrelsi þeirra.... margt sem tengt er fegurð og kvenleika er einmitt fólgin í að tempra hreyfigetu þeirra... t.d. háhælaðir skór, ýmis fatnaður o.fl...
Salvör - 04/06/04 11:38 #
...um auglýsingar og niðurtal... bara enn eitt dæmið um að femínistar mega ekki taka hlutunum af alvöruleysi... það að grínast er bara fyrir einhverja aðra :-) En mér er alveg sama, ég held bara áfram að sjá það sem mér finnst skoplegt... og mér finnst sumt ekkert minna fyndið þó ég sé eina manneskjan sem hef húmor fyrir því.... mér finnst t.d. fyndið að pósta inn auglýsingu og segja svo að það væri dulbúin auglýsing (bara til öryggis, svo þú fattaðir það...maður veit aldrei... eftir að hafa lesið staðalímyndapistilinn þinn :-)
Auður Magndís - 04/06/04 13:29 #
hó, ætla ekki í miklar vangaveltur um skaðsemi fegurðarstaðla í samfélaginu okkar - en bendi á að sjálfstraust er ein mikilvægasta forsenda velgengi í lífinu og það er ekki gott fyrir sjálfstrausti að fá sífellt þau skilaboð að það sé best að líta öðruvísi út en þú gerir - en nóg um það. Bendi einnig á bókina "the beauty myth" e. naomi wolf, fæst í eymundsson - fyrir þau sem vilja kynna sér þetta mál. Langaði bara til að deila með ykkur hlátri mínum yfir þessari pælingu með staðlaða femínista. Ég og Nadira erum þarna á myndinni sem Örvitinn dró þessa ályktun út frá og við höfum nú ekki beint verið taldar líkar hingað til. Svo: Múhahahha.
Matti Á. - 04/06/04 13:38 #
Ég og Nadira erum þarna á myndinni sem Örvitinn dó þessa ályktun út frá og við höfum nú ekki beint verið taldar líkar hingað tilÞið eruð álíka líkar og stelpurnar sem keppa í þessum fegurðarsamkeppnum. Klæðnaður ykkar er mjög svipaður á myndinni, pils, dökkar buxur, jakki. Bleikur skór, bleikur bolur. Þið passið í ákveðið mót hvort sem þér líkar betur eða verr.
Kjarni færslunnar er í síðasta hluta hennar og lokaorðin eru að mínu mati frekar skýr:
Ég veit að feminstar koma í öllum stærðum og gerðum en kannski er það bara ég, hugsanlega er bara eitthvað valkvæmt við skynjun mína - en mér finnst flestir feministar sem ég sé passa í ákveðið mót.Mér þætti afskaplega vænt um það ef feminstarnir sem hér tjá sig myndu lesa færsluna örlítið betur.
Salvör - 04/06/04 15:15 #
tja...það verður bara að hafa það þó þér finnist ég ekkert fyndin:-) You can´t win them all... Mér finnst Spaugstofan heldur ekki nema svona miðlungsfyndið og ég glæptist einu sinni til að hafa orð á því... benda á að það væri voða lítið um konur þar... það virtist enginn hafa tekið eftir því fyrr... og það voru helgispjöll að þykja Spaugstofan ekki fyndin. Ég er ekkert að halda því fram að það séu helgispjöll að þykja ég ekkert fyndin:-)
En ég er voða mikið búnaðvera að pæla í öllum þessum stöðluðu femínistum sem þekkjast ekki sundur.... ef Nadíra og Auður Magndís eru svona líkar... hvað það með þessa femínista... eru þeir allir eins???
http://www.feministinn.is/myndir/19mai04/xfem-afmaeli19mai-2.jpg
Matti Á. - 04/06/04 15:23 #
Ég vísa í síðustu athugasemd mín hér fyrir ofan.
Bíbí - 04/06/04 16:29 #
Passar hún ekki inn í formið af því að hún er dökkhærð? Eeee.. þetta átti að vera myndlíking, þýðir ekkert að vera eitthvað: Hey hún var 2 centimetrum styttri! Þá er ekki mergur málsins.. Og felstir femínistar í líkir? Er tilgangurinn að segja: Hey þið eruð sjálfar staðlaðar? 18 ára stúlka og 25 karlmaður og 60 ára kona eru t.d. skráð í Feminsistafélagið, hmm hefuru séð þetta lið keppa saman í fegurðarsamkeppni? Nú er það! okay...einmitt hmmm
Bíbí - 04/06/04 16:34 #
...okay eða þá passa í ákveðið mót... þetta er náttúrulega fáránlegt, en ég meina, kannski sástu einhverja feminista tvíbura eða varst fyrir þeirri tilviljun að sjá feminísta sem að "allar passa í eitt ákveðið mót".. en ég hef séð nokkuð hundruð að þeim og þeir voru jafn misjafnir og fólk er flest... því miður? Nei.. alls ekki...
beta - 05/06/04 16:15 #
Matti Á. Ertu til í að gefa okkur dæmi um valdníðslu femínista sem þú talar um!? Finst dálítill Davíð Oddson yfir þessari yfirlýsingu þinni! ;) Hvaða vald hafa femínistar sem þeir eru að níðast með?
Matti Á. - 05/06/04 16:36 #
Feministar fengu því framgengt að hömlur voru settar á atvinnufrelsi ákveðinna einstaklinga með banni á einkadansi á nektarstöðum. Um þessar mundir er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu útaf því að verið er að gera tilraun til að setja hömlur á atvinnufrelsi á öðru sviði.
Feministar hafa mætt fyrir framan nektardansstaði og mótmælt og byrt mynd af landsþekktum einstakling sem var á leið á slíkan stað. Léleg tilraun var gerð til að koma í veg fyrir að sá einstaklingur þekktist en það var augljóst um hvern var að ræða. Það er valdníðsla að mínu mati.
Feministar eru í herferð gegn klámi og vilja láta banna það þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar neyti kláms. Það er valdníðsla að mínu mati.
En svo má spyrja hvort valdníðsla sé rétta orðið, mætti kannski frekar tala um yfirgang.
beta - 06/06/04 10:19 #
Þannig að þú álítur stjórnvöld femínista. Bann gegn einkadansi í Reykjavík var sett í Borgarstjórn. Og þú álítur það valdníðslu að lýðræðislega kosin stjórn setji lög!? Þessi sama borgarstjórn sem hlaut þó kosningu og þannig stuðning þjóðarinnar í næstu kosningu eftir að lög gegn einkadansi höfðu verið sett! Merkilegur skilningur á valdníðslu.
Ertu að bera saman bann við einkadansi - sem er sett til að reyna að hamla gegn vændi og mansali sem er þekkt að hefur átt sér stað hér á tilteknum stöðum - og fjölmiðlalögin? Þeir sem hafa mætt niðrá Austurvöll til að mótmæla fjölmiðlalögunum eru semsagt að þínu mati að sýna valdníðslu eða er það bara þegar fólk mótmælir aðgerðum sem þú styður sem það verður valdníðsla. Ertu fylgjandi höftum á málfrelsi? Prentfrelsi? Kanntu ekki við tjáningarfrelsið? Eða finnst þér það bara yfirgangur að fólk sé að mynda sér skoðanir og tjá þær? Óþolandi þegar fólk er að trufla þig með öðrum skoðunum en þeim sem þú getur nálgast á batman.is? LOL
beta - 06/06/04 13:38 #
Nú þætti mér vænt um að þú útskýrðir hvernig þetta er útúrsnúningur og, ef svo nú væri, hvað þú ert í raun að meina! :)
Matti Á. - 06/06/04 22:11 #
Það getur verið að þér þætti vænt um það, ég er bara hræddur um að sú útskýring myndi fara fyrir ofan garð og neðan og nenni satt að segja ekki að standa í bjánalegu þrefi um þetta mál. Tökum sem dæmi, "Þannig að þú álítur stjórnvöld femínista", uh - nei. Ég sagði ekki að feministar hefðu bannað einkadans, ég sagði að feminstar hefðu fengið því framgengt. Þú snýrð afskaplega bjánalega út úr þessu.
Tal þitt um að ég vilji ritskoða eitthvað er svo mikið kjaftæði að það tekur því ekki að ræða það. Ef þú ætlar að fullyrða eitthvað svona um mig á þessari síðu þarft þú að færa rök fyrir því, það er ekki mitt að leiðrétta bullið.