Örvitinn

Pabbi á spítala

Mamma hringdi áðan, pabbi er á spítala í hjartaþræðingu(pdf skjal). Hann fann fyrir verki í brjósti í hádeginu, mamma hringdi á sjúkrabíl. Karlinn var slappur í gær, hringdi og afboðaði sunnudagskvöldmatinn af þeim sökum.

Ég bíð eftir næsta símtali frá mömmu, stressaður.

15:45
Mamma hringdi, pabbi er búinn í aðgerð. Fannst þrenging í æð framan á hjarta, læknar settu hólk í æðina til að víkka hana út, einföld rútínuaðgerð held ég. Hann er núna að hvíla sig, verður hugsanlega yfir nótt.

Held þetta sé í þokkalegum farvegi.

21:20
Var að ræða við Jónu Dóru og mömmu. Þetta var víst ein af þremur aðalæðum hjartans sem var 90% stífluð - ég þarf greinilega að kynna mér þessa hluti betur. Pabbi þarf að vera uppfrá í nokkra daga. Ég kíki til hans um miðjan dag á morgun.

prívat
Athugasemdir

Sirrý - 10/05/04 15:53 #

Þetta er hræðilegt að heyra Matti, sendi ykkur stórt knús. Gott að ekki fór verr.

Sirrý - 10/05/04 21:35 #

Afhverju gerist þetta ? Er pabbi þinn ekki kornungur ? Vona að hann nái fullum bata

Matti Á. - 10/05/04 22:03 #

Hann verður fimmtugur í desember, er búinn að vera duglegur í ræktinni í vetur og er í ágætu formi, reykir ekki og er hófmaður á áfengi. Hefur samt verið með of háan blóðþrýsting í einhvern tíma.

Maður veit náttúrulega aldrei af hverju. Fólk í fínu formi hefur verið að fá hjartaáfall í gegnum tíðina.

Davíð - 11/05/04 14:17 #

....Skilaðu kveðju til Pabba þíns og fjölskyldunnar frá mér gamli vin. Ég hugsa til ykkar.