Gredda í geimnum
Nasa acts to ensure that astronauts don't follow their urges
Nasa was considering how to deal with the natural urges of astronauts travelling on long journeys such as a three-year trip to Mars, where the six-strong crew would be likely to include two women.
Ekki veit ég hve mikið er til í fréttinni, NASA segir að þetta sé uppspuni og ég trúi þeim svosem. En ég er ekki alveg að skilja vandamálið!
Umræðan er áhugaverð, kynþörfin kemur óneitanlega eitthvað við sögu þegar menn eru tvö ár að heiman, saman í litlu rými. Tvær lausnir eru nefndar í greininni, annars vegar notkun lyfja til að bæla kynhvöt og hinsvegar að nota geimfara sem eru komnir yfir fimmtugt. Ég vissi reyndar ekki að kynhvöt hyrfi við fimmtudagsaldurinn, hvað þá hjá fólki í toppformi eins og geimfarar eru undantekningarlaust.
Þessar lausnir byggja þó á þeirri forsendu að kynlíf í geimnum sé óæskilegt og beri að forðast. Sú umræða er í takt við aðra umræðu í þjóðfélaginu (hér á landi og í BNA) þar sem allir eru að farast úr greddu en enginn þorir að játa það. Mest öll umræða um kynlíf er um neikvæðar afleiðingar og dregur upp svarta mynd.
Væri ekki skemmtilegri lausn á þessu að senda einfaldlega hóp geimfara sem væru afskaplega líbó varðandi kynlíf, bisexual fólk af báðum kynjum sem fílar hópkynlíf og er ólíklegt til afbrýðissemi. Það hlýtur að vera hægt að tékka á slíku í sálfræðitestunum. Jafnvel væri hægt að senda liðið í kynlífsþjálfun svo allir gætu staðið sig í stykkinu. Geimfarar væru sendir í skoðun og teygja sett á sáðrásir fyrir ferð - þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af nokkru sköpuðum hlut. Auðvitað þyrfti að velja þokkalega fallega geimfara, en það er forsenda í dag að þeir séu í góðu formi, þannig að það væri ekki vandamál. Ég held að stóðlífi í geimnum myndi auka aðsóknina í þetta djobb og fjölbreyttari flóra myndi sækjast eftir að komast í geiminn. Er ekki nóg komið af gáfuðum geimförum, er ekki kominn tími á kynæsandi ofurgreddugeimfarann?
En þetta verður seint rætt á þessum nótum í siðprúðu þjóðfélagi nútímans þar sem brjóst eru bönnuð en slátrun sjónvarpsefni.