Dóra Sóldís átta ára
Fórum í afmælisboð til Dóru Sóldísar í kvöld. Fengum grænmetissúpu og brauð með hummus, pestó og tómatmauki og líka kökur. Stelpurnar skemmtu sér vel, Kolla og Inga María léku við Ásthildi, Áróra spjallaði heilmikið við Jakobínu og hafði gaman að. Ég tók að sjálfsögðu myndir, tók eftir því þegar ég fór yfir myndirnar áðan að ég tók alltof fáar myndir af afmælisbarninu! Lagaði sumar myndirnar örlítið áður en ég setti þær á vefinn, yfirleitt hef ég sett myndirnar beint úr vélinni en í þetta skiptið ákvað ég að klippa sumar til fyrst og laga litina örlítið í nokkrum tilfellum.
Þessi mynd er merkileg fyrir þær sakir að allir sem á henni eru heita Þórður. Þeir sátu uppi og horfðu á Family Guy þegar einhver fattaði að Þórðarnir höfðu hópast saman! Þarna eru Þórður Einarsson afi minn, Þórður Ásgeirsson bróðir minn, Þórður Jörundsson frændi minn og svo Þórður pabbi hennar Hörpu. Þórður bróðir er yfirleitt alltaf kallaður Diddi, Þórður frændi er aftur á móti kallaður Tóti. Tóti er að fara að fermast á Sunnudaginn, svo það sé nú á hreinu.
Ef einhverjum finnst textinn í lengra lagi við þessa færslu skal því hérmeð komið á framfæri að ástæðan fyrir því er sú að mig vantaði meiri texta til að myndin hér til hliðar myndi ekki flæða yfir athugasemdarlínuna!